Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Undirbúningurinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotlandi er hafinn hjá íslenska kvennalandsliðinu. Stelpurnar eru komnar til La Manga.

Ísland mætir Skotlandi á mánudaginn í fyrsta leik ársins. Fréttablaðið/Ernir

Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir fyrsta leik ársins er hafinn.

Ísland mætir Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á mánudaginn. Það er fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þór Haukssonar sem var ráðinn landsliðsþjálfari síðasta haust.

Íslenska liðið er komið til La Manga og fyrsta æfingin er að baki.

Fyrsti leikur Íslands árið 2018 fór einnig fram á La Manga. Þá töpuðu Íslendingar 2-1 fyrir Norðmönnum. Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands. Hún þarf aðeins þrjá leiki til viðbótar til að komast í hóp þeirra sem hafa leikið 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Ísland mætir Skotlandi aftur á Algarve-mótinu 4. mars. Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu er gegn Kanada 27. febrúar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Víkingur semur við Atla Hrafn og Júlíus

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing