Skipuleggjendur Silverstone kappakstursins í Bretlandi í Formúlu 1 sáu sig í dag knúna til þess að setja fram afsökunarbeiðni til þeirra sem reyna að verða sér út um miða á keppnishelgi næsta tímabils. Áður óséður fjöldi einstaklinga sem reyndu að verða sér úti um miða sáu til þess að miðasölukerfið var nærri hruni komið.

Það verða að teljast ansi góðar fréttir fyrir Formúlu 1 enda gefur það til kynna mjög mikinn áhuga fólks á keppnishelginni sem er með þeim þekktustu á hverju Formúlu 1 tímabili.

Við erum að upplifa áður óþekkta umferð á síðuna okkar sem veldur töfum, við viljum koma ganga frá bókun þinni eins fljótt og auðið er, við gerum allt sem við getum til að leysa þetta og stytta biðtíma," stóð í afsökunarbeiðni frá skipuleggjendum Silverstone kappakstursins.

Bretar eru áberandi á rásröðinni í Formúlu 1. Williams og McLaren liðin eru bresk að uppruna og þá eru þrír ansi áhugaverðir bretar meðal fremstu ökumanna Formúlu 1. Sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, George Russell og Lando Norris.

Keppt hefur verið á Silverstone brautinni frá árinu 1950