Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, segir á Instagram síðu sinni að aðgerðin sem hann gekkst undir í morgun hafi gengið vel. Hann geti ekki beðið eftir að reima á sig takkaskóna og hefja störf að nýju,

Aron fór í aðgerðina í Katar vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Al Arabi og Al Khor á föstudaginn.

Lið hans Al Arabi greinir frá þessu á Twitter.

Aron var straujaður undir lok leiks Al Arabi og Al Khor og var keyrður útaf á hnjaskbíl, greinilega sárþjáður. Al Arabi, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, er enn taplaust eftir fimm leiki í deildinni og situr í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Al Duhail. Heimir og félagar hafa fjóra leiki og gert eitt afntefli og eiga einn leik til góða á toppliðið. Liðið leikur næst gegn Al Gharafa þann 20. október.