Eitt af því sem vekur mikla athygli er að af 42 einstaklingum á listanum eru aðeins tveir íþróttamenn sem spila ekki fótbolta.

Aron Pálmarsson handboltamaður þénaði um 100 milljónir króna á síðasta ári en hann lék með Barcelona og Álaborg.

Aron tók 100 kúlur heim.

Martin Hermansson sem leikur með Valencia þénaði svo 35 milljónir en hann er landsliðsmaður í körfubolta.

Knattspyrnumennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru í sérflokki. Gylfi þénaði 750 milljónir á síðasta ári. Jóhann Berg þénaði 500 milljónir og hækkaði um 150 milljónir á milli ár.

Listi Viðskiptablaðsins um tíu launahæstu:
Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 500 m.kr.
Aron Einar Gunnarsson Al Arabi um 290 m.kr.
Rúnar Alex Rúnarsson Arsenal (OH Leuvení láni) um 250 m.kr.
Alfreð Finnbogason Augsburg um 225 m.kr.
Arnór Sigurðsson CSKA Moskva (Venezia í láni) um 200 m.kr.
Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 200 m.kr.
Sverrir Ingi Ingason PAOK um 180 m.kr.
Rúnar Már Sigurjónsson CFR Cluj um 150 m.kr.
Guðlaugur Victor Pálsson Schalke 04 um 150 m.kr.