Svarti mánudagurinn, fyrsti dagurinn eftir lok deildarkeppni NFL-deildarinnar, var ekki jafn blóðugur og oft áður en aðeins þrír þjálfarar fengu sparkið.

Fyrsti dagurinn eftir lok deildarkeppninnar er yfirleitt nýttur í að skipta út þjálfarateyminu og var talið að þónokkur sæti væru heit eftir tímabilið.

Adam Gase, þjálfari NY Jets og Doug Marrone, þjálfari Jacksonville Jaguars, voru reknir eftir að hafa stýrt verstu liðum deildarinnar en ný þjálfarateymi fá verkefnið að reisa félögin úr rústum.

Þá var Anthony Lynn sagt upp hjá LA Chargers þrátt fyrir að Chargers hafi unnið síðustu fjóra leiki tímabilsins.

Alls eru því sex þjálfarastöður lausar fyrir næsta tímabil en áður höfðu Detroit Lions, Atlanta Falcons og Houston Texans sagt upp þjálfurum sínum.