Það eru 800 miðar seldir á kvennalandsleikinn gegn Tékklandi annað kvöld.

Jóhann Ólafur Sigurðsson, fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Leikurinn er hluti af undankeppni HM 2023 og er annar heimaleikur Íslands í þessari undankeppni.

Það voru 1737 áhorfendur á síðasta heimaleik kvennalandsliðsins.