Fjölmargir stuðningsmenn Manchester United hafa undanfarna daga herjað á samskiptamiðla Harriet Robson, unnustu Mason Greenwood sem greindi frá heimilisofbeldi af hálfu enska landsliðsmannsins fyrr á þessu ári.

Á Instagram-síðu Robson er að finna þúsundir ummæla á nokkrum myndum þar sem einstaklingar fara illum orðum um hana.

Sumir ganga lengra og eru eru með hótanir í garð Robson..

mynd/Instagram-síða Harriet Robson

Robson deildi myndum og myndskeiðum þar sem Harret er ýmist blóðug og marin eða þar sem Greenwood virtist vera að reyna að neyða hana til kynlífs.

Greenwood var handtekinn og sakaður um nauðgun, heimilisofbeldi og líflátshótanir og hefur verið utan leikmannahóps frá því að klippurnar komu fram í dagsljósið.