Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin í lið ársins 2020 í kosningu stuðningsmanna sem heimasíða UEFA stóð fyrir eftir að hafa skorað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári.
Liðið í heild sinni má sjá hér en Sara er á miðjunni í liðinu ásamt liðsfélaga sínum úr Lyon, Amandine Henry og Kheira Hamraoui sem leikur með Barcelona.
Sara byrjaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Lyon og átti stóran þátt í 3-1 sigri franska félagsins á fyrrum liðsfélögum Söru í Wolfsburg.
Fyrr um sumarið vann Sara tvöfalt með Wolfsburg áður en hún gekk til liðs við sterkasta lið Evrópu í Lyon.
