Kadetten í Sviss staðfesti í dag að Aðalsteinn Eyjólfsson myndi taka við liðinu í sumar, tveimur vikum eftir að Aðalsteini var vikið frá störfum hjá Erlangen.

Aðalsteinn skrifaði undir tveggja ára samning í Sviss og tekur við liðinu af Petr Hrachovec. Björgvin Páll Gústavsson lék um tíma með liðinu.

Liðið er næst sigursælasta liðið í sögu efstu deildar í Sviss á eftir Grasshopper Zürich. Á undanförnum fjórtán árum hefur Kadetten unnið tíu meistaratitla.

Hrachovec klárar tímabilið með liðið áður en Aðalsteinn tekur við keflinu.

Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Erlangan fyrr í febrúar og sagðist í samtali við Fréttablaðið að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær samstarfinu myndi ljúka.

Aðalsteinn sagðist hafa tilkynnt stjórninni fyrr á tímabilinu að hann myndi láta staðar numið eftir þetta tímabil