Fyrrum knattspyrnumaðurinn Ze Roberto lítur ansi vel út eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Hann er 48 ára gamall en í svakalegu standi.
Roberto á að baki glæstan feril. Hann varð Evrópumeistari með Real Madrid 1998. Þá varð hann einnig Spánarmeistari með liðinu.
Hann lauk ferlinum í Þýskalandi árið 2017 sem leikmaður Bayer Leverkusen. Þar í landi vann hann einnig fjóra meistaratitla með Bayern Munchen.

Ze Roberto í leik með Bayer Leverkusen
Fréttablaðið/Getty Images
Þá var Roberto brasilískur landsliðsmaður og lék yfir 85 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar.
Roberto er þó ansi breyttur nú þegar næstum sex ár eru síðan ferlinum lauk. Á Instagram sýnir hann frá svakalegu standi sínu. Hann hefur klárlega eytt miklum tíma í líkamsræktarsalnum.
Hér að neðan má sjá myndirnar.

Instagram

Instagram

Instagram

Instagram