Rómverjar greiða Chelsea fjörutíu milljónir punda fyrir Abraham sem kom upp úr unglingastarfi félagsins.

Chelsea er með ákvæði í samningnum um að félagið fær forkaupsrétt á Abraham árið 2023 á áttatíu milljónir punda.

Hinn 23 ára gamli Abraham fékk loksins tækifærið hjá Chelsea árið 2019 eftir að hafa verið á láni hjá Bristol City, Swansea og Aston Villa.

Honum tókst að skora átján mörk á fyrsta tímabili sínu með Chelsea og var markahæsti leikmaður félagsins það árið en eftir að Tomas Tuchel tók við liðinu fór tækifærunum fækkandi.

Hjá Roma mun Abraham vinna með Jose Mourinho sem var þjálfari Chelsea þegar Abraham var í unglingaliði félagsins.