Guðni Bergsson, formaður KSÍ, áætlar að framkvæmdirnar á Laugardalsvelli kosti um 64 milljónir við að gera völlinn leikfærann fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í KSÍ í dag þar sem farið var yfir stöðu Laugardalsvallar.

Rétt rúmar fimm vikur eru í að leikur Íslands og Rúmeníu hefjist á Laugardalsvelli í umspili fyrir EM 2020.

Til stendur að setja sérstakan hitadúk á völlinn þremur vikum fyrir leik og hefur starfsteymi KSÍ unnið í vellinum undanfarnar sautján vikur.