Ferli fjór­falda heims­meistarans í For­múlu 1 Sebastian Vet­tel er lokið, í það minnsta í bili, en þessi magnaði öku­maður ók í sinni síðustu keppni í móta­röðinni í gær. Vet­tel hefur fyrir löngu ritað nafn sitt í sögu­bækur For­múlu 1 og er hann á meðal sigur­sælustu öku­manna mótaraðarinnar. Þá hefur hann nýtt sér stöðu sína til að vekja at­hygli á málum og bá­ráttum utan For­múlu 1 og hvatti hann kollega sína í móta­röðinni að taka það upp hjá sér að gera slíkt hið sama nú þegar hann kveður sviðið.

Í við­tali á rá­skaflanum eftir loka­keppni sína í Abu Dhabi í gær var Vet­tel spurður að því hvort hann vildi koma á fram­færi ein­hverjum skila­boðum.

„Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir mig með til­liti til í­þróttarinnar en að sama skapi hafa þau gefið mér mikið, nýst mér og reynst mér mikil­væg. Það áttu sér stað margir hlutir og þá áttaði ég mig á mörgum hlutum.“

Vet­tel segir að það felist í því mikil for­réttindi að vera öku­maður í For­múlu 1.

„Og með því fylgir á­byrgð. Vonandi hef ég komið því til skila til hinna öku­mannanna að halda á lofti sumu af því sem ég hef verið að benda á. Það er svo gott að sjá að við getum haft á­hrif á fólk utan mótaraðarinnar með því sem við gerum og segjum.“

Það séu til mun mikil­vægari hlutir en að aka hring eftir hring í For­múlu 1. „En auð­vitað er það eitt­hvað sem við elskum að gera.“

Vet­tel hefur þróast sem öku­maður og ein­stak­lingur á tíma sínum í For­múlu 1. Hann kemur inn sem ungur og hungraður öku­maður sem hafði það eitt að mark­miði að festa sig í sessi í móta­röðinni. Öku­maður sem hafði allt til alls til þess að skara fram úr.

Hungrið í árangur hefur fylgt honum allan hans öku­manns­feril en hann hefur einnig fundið annan til­gang sam­hliða því og nýtt sér stöðu sína til þess að benda á hluti sem betur mættu fara, bæði í tengslum við um­hverfis­mál sem og réttindi minni­hluta­hópa