Spænska knatt­spyrnu­stór­veldið Barcelona virðist vera í miklum fjár­hags­kröggum þessar vikurnar. Sökum þess á fé­lagið erfitt með að skrá nýja leik­menn sína í tæka tíð fyrir upp­haf tíma­bilsins á Spáni. Þá virðist fé­lagið vera í her­ferð gagn­vart nú­verandi leik­manni sínum, Frenki­e De Jong og krefjast þess að hann taki á sig launa­lækkun.

De Jong er hins vegar talinn eiga inni rúma 15 milljónir punda frá fé­lags­liði sínu Barcelona sem leitar nú leiða til þess að koma bók­haldi sínu í skikkan­legt stand. De Jong á því sem nemur 2 milljörðum ís­lenskra króna inni hjá fé­laginu.

Barcelona hefur biðlað til De Jong að nú­verandi samningur hans við fé­lagið verði gerður ó­gildur og að hann snúi aftur til fyrri samnings síns við fé­lagið og taki þar af leiðandi á sig launa­lækkun. Samnings sem hann skrifaði undir þegar hann gekk til liðs við Barcelona frá Ajax árið 2019.

Annars hafa Börsungar hug á því að selja De Jong frá fé­laginu og hafði fé­lagið áður sam­þykkt til­boð Manchester United í leikmanninn. Hins vegar reynist fjár­hæðin sem De Jong á inni hjá fé­laginu á annað borð og það hvort hann vilji yfir höfuð ganga til liðs við Manchester United vera mikil hindrun fyrir Börsunga. Chelsea er þá sagt hafa hug á því að fá hann í sínar raðir.

For­seta og stjórnar­skipti hjá Barcelona hafa á­hrif á þetta allt. Nú­verandi for­seti fé­lagsins, Joan Laporta lét um miðjan síðasta mánuð senda bréf til De Jong þar sem fé­lagið ber fyrir sig að vís­bendingar séu um að glæp­sam­legt at­hæfi af hendi aðila sem undir­rituðu endur­nýjun á nú­gildandi samningi hans við fé­lagið.

Á þeim tíma var annar mann­skapur við stjórn­völin og Josep Bartomeu hjá Barcelona og samningurinn, sem var fram­lenging um tvö ár sem rennur út árið 2026 lækkaði laun hans á tíma­bilinum 2020-21 og 2021-22 en á móti kæmi myndu 18 milljónir evra, 15,2 milljónir punda verða dreift yfir sem fjögur tíma­bil í greiðslum til hans.

Í bréfinu sem De Jong fékk sent til sín, segist The At­hletic hafa heimildir fyrir því að fé­lagið hafi til­kynnt De Jong að það væri í að­stöðu til að hefja saka­mála­rann­sókn til að ganga úr skugga um hvað gerðist í tengslum við undir­ritun samnings hans og ganga úr skugga um hvar á­byrgðin er á hinu meinta broti.

Enn fremur segist The At­hletic hafa heimildir fyrir því að fyrri stjórn Barcelona efist ekki í eina sekúndu um lög­mæti fram­lengingar á samningnum sem De Jong skrifaði undir árið 2020.