Breiðablik mætir Buducnost frá Svartfjallalandi í síðari leik liðanna í annari umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í kvöld. Þar er til mikils að vinna.

Leikurinn í kvöld fer fram ytra. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli fyrir viku síðan, 2-0.

Með því að komast í aðra umferð undankeppninnar hafa Blikar þegar tryggt sér 76 milljónir króna. 41 milljón króna bætist svo við, komist liðið áfram eftir einvígi kvöldsins.

Ljóst er að ekki verður um auðvelt verkefni að ræða. Allt sauð upp úr í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli, þar sem tveir leikmenn Buducnost, auk þjálfarans, fengu að líta rautt spjald.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma.