Sport

29 dagar í HM

Pelé skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð fyrir 60 árum.

Pelé skoraði tvö mörk í úrslitaleik Brasilíu og Svíþjóðar á HM 1958. Fréttablaðið/Getty

Pelé varð yngsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik HM þegar hann lék með Brasilíu í 5-2 sigri á Svíþjóð á HM 1958. Pelé var þá 17 ára og 249 daga gamall. 

Þessi magnaði framherji skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð. Pelé kom inn í byrjunarlið Brasilíu í 2-0 sigri á Sovétríkjunum í lokaumferð riðlakeppninnar. 

Hann skoraði eina mark leiksins þegar Brassar unnu Walesverja í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum skoraði hann þrennu í 5-2 sigri á Frökkum. 

Brasilíumenn unnu Svía með sömu markatölu í úrslitaleiknum. Pelé skoraði tvö marka Brasilíu sem varð þarna heimsmeistari í fyrsta sinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Handbolti

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Auglýsing

Nýjast

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Hilmar sigraði á heimsbikarmóti IPC í svigi í dag

Auglýsing