HM 2018 í Rússlandi

29 dagar í HM

Pelé skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð fyrir 60 árum.

Pelé skoraði tvö mörk í úrslitaleik Brasilíu og Svíþjóðar á HM 1958. Fréttablaðið/Getty

Pelé varð yngsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik HM þegar hann lék með Brasilíu í 5-2 sigri á Svíþjóð á HM 1958. Pelé var þá 17 ára og 249 daga gamall. 

Þessi magnaði framherji skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð. Pelé kom inn í byrjunarlið Brasilíu í 2-0 sigri á Sovétríkjunum í lokaumferð riðlakeppninnar. 

Hann skoraði eina mark leiksins þegar Brassar unnu Walesverja í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum skoraði hann þrennu í 5-2 sigri á Frökkum. 

Brasilíumenn unnu Svía með sömu markatölu í úrslitaleiknum. Pelé skoraði tvö marka Brasilíu sem varð þarna heimsmeistari í fyrsta sinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

HM 2018 í Rússlandi

25 dagar í HM

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Auglýsing