Sport

29 dagar í HM

Pelé skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð fyrir 60 árum.

Pelé skoraði tvö mörk í úrslitaleik Brasilíu og Svíþjóðar á HM 1958. Fréttablaðið/Getty

Pelé varð yngsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik HM þegar hann lék með Brasilíu í 5-2 sigri á Svíþjóð á HM 1958. Pelé var þá 17 ára og 249 daga gamall. 

Þessi magnaði framherji skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð. Pelé kom inn í byrjunarlið Brasilíu í 2-0 sigri á Sovétríkjunum í lokaumferð riðlakeppninnar. 

Hann skoraði eina mark leiksins þegar Brassar unnu Walesverja í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum skoraði hann þrennu í 5-2 sigri á Frökkum. 

Brasilíumenn unnu Svía með sömu markatölu í úrslitaleiknum. Pelé skoraði tvö marka Brasilíu sem varð þarna heimsmeistari í fyrsta sinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing