HM 2018 í Rússlandi

29 dagar í HM

Pelé skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð fyrir 60 árum.

Pelé skoraði tvö mörk í úrslitaleik Brasilíu og Svíþjóðar á HM 1958. Fréttablaðið/Getty

Pelé varð yngsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik HM þegar hann lék með Brasilíu í 5-2 sigri á Svíþjóð á HM 1958. Pelé var þá 17 ára og 249 daga gamall. 

Þessi magnaði framherji skaust fram á sjónarsviðið á HM í Svíþjóð. Pelé kom inn í byrjunarlið Brasilíu í 2-0 sigri á Sovétríkjunum í lokaumferð riðlakeppninnar. 

Hann skoraði eina mark leiksins þegar Brassar unnu Walesverja í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum skoraði hann þrennu í 5-2 sigri á Frökkum. 

Brasilíumenn unnu Svía með sömu markatölu í úrslitaleiknum. Pelé skoraði tvö marka Brasilíu sem varð þarna heimsmeistari í fyrsta sinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing