HM 2018 í Rússlandi

28 dagar í HM

Aldrei hafa jafn margir leikmenn verið reknir út af og á HM 2006 í Þýskalandi.

Valentin Ivanov gaf fjögur rauð spjöld í leik Portúgals og Hollands á HM 2006. Fréttablaðið/Getty

Á HM 2006 fóru 28 rauð spjöld á loft sem er met í lokakeppni HM. Dómararnir á HM 2006 lyftu gula spjaldinu einnig 345 sinnum sem er met.

Fjögur af rauðu spjöldunum 28 fóru á loft í leik Portúgals og Hollands í 16-liða úrslitum. Leikurinn, sem hefur fengið viðurnefnið „Orrustan um Nürnberg“, var afar grófur og 16 gul spjöld fóru á loft. 

Rússneski dómarinn Valentin Ivanov rak Portúgalana Costinha og Deco og Hollendingana Khalid Boulahrouz og Giovanni van Bronckhorst út af og því voru aðeins 18 leikmenn inni á vellinum þegar Ivanov flautaði leikinn af. Eftir leikinn gagnrýndi Sepp Blatter, forseti FIFA, Ivanov fyrir frammistöðu sína. 

Frægasta rauða spjaldið á HM 2006 fór á loft í úrslitaleik Ítalíu og Frakklands þegar argentínski dómarinn Horacio Elizondo rak Zinedine Zidane út af fyrir að skalla Marco Materazzi í bringuna í framlengingunni. Þetta var síðasti leikur Zidanes á ferlinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing