Sport

28 dagar í HM

Aldrei hafa jafn margir leikmenn verið reknir út af og á HM 2006 í Þýskalandi.

Valentin Ivanov gaf fjögur rauð spjöld í leik Portúgals og Hollands á HM 2006. Fréttablaðið/Getty

Á HM 2006 fóru 28 rauð spjöld á loft sem er met í lokakeppni HM. Dómararnir á HM 2006 lyftu gula spjaldinu einnig 345 sinnum sem er met.

Fjögur af rauðu spjöldunum 28 fóru á loft í leik Portúgals og Hollands í 16-liða úrslitum. Leikurinn, sem hefur fengið viðurnefnið „Orrustan um Nürnberg“, var afar grófur og 16 gul spjöld fóru á loft. 

Rússneski dómarinn Valentin Ivanov rak Portúgalana Costinha og Deco og Hollendingana Khalid Boulahrouz og Giovanni van Bronckhorst út af og því voru aðeins 18 leikmenn inni á vellinum þegar Ivanov flautaði leikinn af. Eftir leikinn gagnrýndi Sepp Blatter, forseti FIFA, Ivanov fyrir frammistöðu sína. 

Frægasta rauða spjaldið á HM 2006 fór á loft í úrslitaleik Ítalíu og Frakklands þegar argentínski dómarinn Horacio Elizondo rak Zinedine Zidane út af fyrir að skalla Marco Materazzi í bringuna í framlengingunni. Þetta var síðasti leikur Zidanes á ferlinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Handbolti

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Auglýsing

Nýjast

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Hilmar sigraði á heimsbikarmóti IPC í svigi í dag

Auglýsing