Sport

28 dagar í HM

Aldrei hafa jafn margir leikmenn verið reknir út af og á HM 2006 í Þýskalandi.

Valentin Ivanov gaf fjögur rauð spjöld í leik Portúgals og Hollands á HM 2006. Fréttablaðið/Getty

Á HM 2006 fóru 28 rauð spjöld á loft sem er met í lokakeppni HM. Dómararnir á HM 2006 lyftu gula spjaldinu einnig 345 sinnum sem er met.

Fjögur af rauðu spjöldunum 28 fóru á loft í leik Portúgals og Hollands í 16-liða úrslitum. Leikurinn, sem hefur fengið viðurnefnið „Orrustan um Nürnberg“, var afar grófur og 16 gul spjöld fóru á loft. 

Rússneski dómarinn Valentin Ivanov rak Portúgalana Costinha og Deco og Hollendingana Khalid Boulahrouz og Giovanni van Bronckhorst út af og því voru aðeins 18 leikmenn inni á vellinum þegar Ivanov flautaði leikinn af. Eftir leikinn gagnrýndi Sepp Blatter, forseti FIFA, Ivanov fyrir frammistöðu sína. 

Frægasta rauða spjaldið á HM 2006 fór á loft í úrslitaleik Ítalíu og Frakklands þegar argentínski dómarinn Horacio Elizondo rak Zinedine Zidane út af fyrir að skalla Marco Materazzi í bringuna í framlengingunni. Þetta var síðasti leikur Zidanes á ferlinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing