Mia Gunter, 28 ára fyrrum leikmaður KR í knattspyrnu er látin aðeins 28 ára að aldri. Fjallað er um málið í Edmonton Journal.

Gunter var frá Kanada en hún lék með KR sumarið 2018 en hún lék einnig í Danmörku og víðar á ferlinum. 

„Mia skrifaði undir hjá KR, hún elskaði þá reynslu og allt það ótrúlega sem hægt er að gera utandyra á Íslandi," skrifar fjölskylda hennar í minningargrein.

Fjölskyldan ætlar að fagna lífi Mia í Edomnton í Kanada á morgun og minnast alls þess góða sem Mia gaf lífi þeirra.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna fór Mia að læra lögfræði og ekki er langt síðan að hún útskrifaði úr háskóla í New York.