Sport

27 dagar í HM

Hið ógnarsterka lið Ungverja, með Ferenc Puskás og Sándor Kocsis í broddi fylkingar, skoraði grimmt á HM í Sviss 1954.

Ungverjinn Ferenc Puskás reynir skot að marki V-Þjóðverja í úrslitaleiknum á HM 1954. Fréttablaðið/Getty

Ungverjaland skoraði 27 mörk á HM 1954 sem er met hjá einu liði í lokakeppni HM. Ungverjar léku aðeins fimm leiki á mótinu og skoruðu því 5,4 mörk að meðaltali í leik. 

Ungverjaland vann Tyrkland 9-0 og V-Þýskaland 8-3 í riðlakeppninni, Brasilíu 4-2 í 8-liða úrslitunum, Úrúgvæ 4-2 í undanúrslitunum og tapaði 3-2 fyrir V-Þýskalandi í úrslitaleiknum. 

Sjö leikmenn skoruðu fyrir Ungverjaland á HM 1954: Sándor Kocsis (11), Ferenc Puskás (4), Nándor Hidegkuti (4), Zoltán Czibor (3), Péter Palotás (2), Mihály Lantos (2), József Tóth (1).

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing