Hin 25 ára gamla Moriah Wilson, atvinnumaður í fjallahjólreiðum, fannst látin í íbúð í Austin í Texas í síðustu viku. Hún hafði verið skotin til bana en enginn er í haldi lögreglu enn sem komið er í tengslum við morðið. Lögreglan segist samt sem áður vera vel á veg komin með rannsókn málsins.

Moriah hafði dvalið í íbúð vinkonu sinnar í Austin en ráðgert var að hún myndi keppa í Gravel Locos hjólreiðakeppninni þar sem hún hafði verið talin til líklegust til sigurs. Umrædd vinkona Moriah sem átti íbúðina sem hún fannst látin í kom að henni þar sem hún lá í blóði sínu í íbúðinni.

Lögreglan í Austin segir skotárásina ekki líta út fyrir að vera tilviljunarkennda en leggur áherslu á að hún telur almenningi ekki stafa hætta af frekari skotárásum í tengslum við málið.