Af 115 erlendum keppendum í badminton á Reykjavíkurleikunum þurftu 22 að boðað forföll sem eru lang flest vegna þess að flug þeirra voru felld niður

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur í dag.

Aflýsa þurfti flugum til Keflavíkur í gær og komust því margir keppendur ekki til landsins í tæka tíð.

Reykjavíkurleikarnir hófust í gær þegar fyrstu leikirnir í badminton fóru fram og heldur keppni áfram í TBR-húsinu í dag. Þá verður keppt í sundi og listskautum síðar í dag.