Hin ellefu ára Sky Brown er heppinn að vera á lífi eftir að hafa dottið illa á æfingu í Kaliforníu. Brown hafði gert sér vonir um að verða yngsti keppandi Breta á Ólympíuleikunum, en hún er ein fremsta hjólabrettakona heims þrátt fyrir ungan aldur.

Brown skall í gólfið og höfuðkúpubrotnaði auk þess sem hún handleggs- og ristarbrotnaði. Hún sýndi enginn viðbrögð þegar hún kom á sjúkrahúsið en komst þó fljótlega til meðvitundar og er búist við að hún nái fullum bata.

Í viðtali við Independent segir faðir hennar að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Brown sjálf sagði að slysið myndi ekki aftra sér frá að ná draumum sínum. „Þetta mun hægja aðeins á mér en ekki stoppa mig. Ég ætla að ná í gull í Tókíó.“