Fótbolti

Þór/KA fær þýskt stórlið í heimsókn

Þór/KA leikur fyrri leik sinni gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu á Þórsvelli klukkan 16.30 í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg. Nordicphotos/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar hjá þýska liðinu Wolfsburg  heimsækja Þór/KA á Þórsvöllinn á Akureyri í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.30 í dag. 

Norðankonur eru ekki að ráðast á lágan garð í þessu einvígi þar sem liðið er að mæta liði sem varð tvölfaldur þýskur meistari á síðustu leiktíð, auk þess að fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 

Þar laut liðið lægra haldi fyrir Lyon, en stefnan hjá þýska liðinu, ár hvert, er að vinna alla þá titla sem í boði eru bæði heima fyrir og í Evrópukeppni.

Þór/KA þurfti að fara í gegnum forkeppni til þess að komast á þennan stað í keppninni á meðan árangur síðustu ára gerir það að verkum að þetta er fyrsti leikur þýska liðsins í keppninni. 

Wolfsburg hefur tvisvar borið sigur úr býtum í þessari keppni, annars vegar vorið 2013 og hins vegar vorið eftir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sigur gæti skipt máli fyrir næstu undankeppni

Fótbolti

„Gaman að verða meistari áður en ég fer“

Fótbolti

„Þarf að líta í kringum mig ef ekkert breytist"

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing