Fótbolti

Þór/KA fær þýskt stórlið í heimsókn

Þór/KA leikur fyrri leik sinni gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu á Þórsvelli klukkan 16.30 í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg. Nordicphotos/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar hjá þýska liðinu Wolfsburg  heimsækja Þór/KA á Þórsvöllinn á Akureyri í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.30 í dag. 

Norðankonur eru ekki að ráðast á lágan garð í þessu einvígi þar sem liðið er að mæta liði sem varð tvölfaldur þýskur meistari á síðustu leiktíð, auk þess að fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 

Þar laut liðið lægra haldi fyrir Lyon, en stefnan hjá þýska liðinu, ár hvert, er að vinna alla þá titla sem í boði eru bæði heima fyrir og í Evrópukeppni.

Þór/KA þurfti að fara í gegnum forkeppni til þess að komast á þennan stað í keppninni á meðan árangur síðustu ára gerir það að verkum að þetta er fyrsti leikur þýska liðsins í keppninni. 

Wolfsburg hefur tvisvar borið sigur úr býtum í þessari keppni, annars vegar vorið 2013 og hins vegar vorið eftir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veislan hefst á nýjan leik í kvöld

Fótbolti

Úrslitin gætu ráðist á toppi og botni

Fótbolti

Þetta var óásættanleg frammistaða í Sviss

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing