Fótbolti

Ómar Ingi þótti skara fram úr í nóvember

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handbolta var valinn besti leikmaður nóvembermánuðar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta karla.

Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið/Eyþór

Ómar Ingi Magnús­son landsliðsmaður í handbolta sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg var val­inn besti leikmaður nóv­em­ber­mánaðar í deildinni.

Ómar Ingi skoraði 31 mark, gaf 27 stoðsend­ing­ar, stal tveim­ur bolt­um af mót­herj­um sín­um og fiskaði fjög­ur víta­köst í fimm deildarleikjum Aalborg í nóvember.

Ómar Ingi er stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á yfirstandandi leiktíð með 69 stoðsendingar tals­ins. Hann er svo áttundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 81 mark í 15 deildarleikjum sínum. 

Aalborg trónir á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 15 umferðir, en liðið hefur eins stigs forskot á Óðin Þór Ríkharðsson og félaga hans hjá GOG. 

Hér að neðan má sjá svipmyndir af tilþrifum Ómars Inga með danska liðinu í nóvembermánuði. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Meiri harka í gríska boltanum

Fótbolti

Fyrrum lands­liðs­maður Gana í við­ræðum við Val

Fótbolti

Balotelli að semja við Marseille

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing