Þann 1. nóvember síðastliðin birtist grein á vefmiðli Fréttablaðsins eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Í greininni fagnar höfundur nýföllnum dómum í málum Freyju Haraldsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar. Að mati greinarhöfundar hafa málsaðilar beggja mála mætt mannfjandsamlegum viðhorfum sem lögðu grunninn að þeim brotum sem þau urðu fyrir. Steinunn Ólína segir að það sé ekki síst #metoo byltingin sem lagði grunninn að þessum viðhorfum og að í kjölfar #metoo hafi konur flykkst fram á vígvöllinn til að bera aðra sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli sínu.

Við undirritaðar viljum bregðast við þessum ummælum þar sem greinin lýsir afar skaðlegri orðræðu gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis almennt þó að ein manneskja, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sé tekin fyrir í greininni, sem “sjálfskipaður leiðtogi brotaþola kynferðisofbeldis”. Orðræða sem þessi sendir alvarleg skilaboð út í samfélagið og hefur að engu trúverðugleika brotaþola kynferðisofbeldis.

Í þeim undantekningartilfellum þegar gerandinn játar að hafa beitt kynferðisofbeldi, sem á við um reynslu Þórdísar Elvu, þá kallar greinarhöfundur hann “meintan geranda”. Steinunn Ólína bætir um betur og segir brotaþola hafa “sagst” hafa orðið fyrir nauðgun, með það að markmiði að véfengja það ofbeldi sem Þórdís Elva varð fyrir.

Samkvæmt greinarhöfundi er Þórdís Elva haldin hefndarfýsn og drottnunargirni með því að draga geranda sinn til ábyrgðar sem hann gekkst við sjálfur af fúsum og frjálsum vilja.

Að okkar mati lýsir greinin þeim viðhorfum að frásagnir af kynferðisofbeldi séu marklausar nema þær fari í gegnum réttarkerfið og gerandinn hljóti dóm fyrir brot sitt.

Nauðgun er í eðli sínu ofbeldi þar sem drottnunargirni er í aðalhlutverki. Það er frekar öfugsnúið að saka brotaþola kynferðisofbeldis um þær hvatir ef hann segir frá nauðgun fremur en gerandann fyrir að hafa nauðgað.

Brotaþolar sjá slík viðhorf kristallast víða í samfélaginu og #metoo byltingin reis ekki síst upp gegn slíkum viðhorfum. #metoo sýndi samfélaginu hversu margar konur hafa reynslu af kynferðisbrotum sem hvergi eru skráð í lögregluskýrslum.

Staðreyndin er sú að fjölmargar konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi segja aldrei frá því opinberlega og kæra ekki geranda/gerendur. Ekki síst vegna þess að aðeins í undantekningartilfellum hljóta þær áheyrn dómstóla. Konur sem segja frá kynferðisofbeldi opinberlega og hafa jafnvel kært ofbeldið eru líka tortryggðar, meira að segja þrátt fyrir að gerandi þeirra hafi játað verknaðinn. Grein Steinunnar Ólínu afhjúpar þann veruleika rækilega.

Sú orðræða er algeng að konur sem segja frá kynferðisofbeldi, án leikreglna sem þykir samfélaginu þóknanlegt, séu mannorðsmorðingjar og vegi að æru manna. Oft er vegið að trúverðugleika þeirra kvenna og þeim mæta afar “mannfjandsamleg viðhorf” sem næra nauðgunarmenningu og gerendameðvirkni. Sama hvaða leikreglum þær fylgja mætir þeim iðulega tortryggni og það þrátt fyrir #metoo.

Ef Steinunn Ólína telur það vera keppni í ofbeldi að niðurlægja fólk án dóms og laga er hún sigurvegari í þeirri keppni með þessari grein. Að hennar mati á bar­áttu­fólk gegn kynferðisofbeldi að setja hag brotaþola kynferðisofbeldis í forgang. Líklega er það eina atriðið í greininni sem við getum verið sammála um. Ef þessi grein átti að stuðla að því markmiði bregst hún hins vegar brotaþolum kynferðisofbeldis algjörlega.

Aðalheiður Alenu Jóhannsdóttir

Agnes Bára Aradóttir

Alexandra Rós Jóhannesdóttir

Anna Bentína Hermansen

Anna Soffía Víkingsdóttir

Aþena Mjöll Pétursdóttir

Ásgerður Jóhannesdóttir

Berglind Þórsteinsdóttir

Bergljót María Sigurðardóttir

Brynhildur Björnsdóttir

Brynhildur Yrsa Valkyrja

Brynja Bjarnadóttir

Candice Michelle Goddard

Edda Rún Aradóttir

Elsa Björk Harðardóttir

Elísabet Ýr

Emma Ásudóttir Árnadóttir

Erla Kr Bergmann

Elsa Björk Harðardóttir

Erla Elíasdóttir Völudóttur

Erla Einarsdóttir

Erna Dýrfjörð Stefánsdóttir

Eyrún Eva Gunnarsdóttir

Freydís Dögg Steindórsdóttir

Freyja Vals Sesseljudóttir

Friðgerður Ósk Jóhannsdóttir

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir

Guðný Elísa Guðgeirsdóttir

Guðrún Helga Eyþórsdóttir

Gunna Róbertsdóttir

Hafdís Erla Jónudóttir

Hrafndís Katla

Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir

Halldóra Jónasdóttir

Helga Bjarnadóttir

Helga Gestsdóttir

Helga Rósa Atladóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Valdís Ármann

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir

Hjördís Guðlaugsdóttir

Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir

Hlíf Steinsdóttir

Hrund Ólafsdóttir

Inga María Vilhjálmsdóttir

Ingibjörg Eyfjörð Hólm

Magnea

Margrét Pétursdóttir

Margrét Baldursdóttir

Jennie Maria Katarina Jönsson

Karen Linda

Katrín

Katrín Ólafsdóttir

Kristin Johansen

Kristín Jónsdóttir

Kristín S. Bjarnadóttir

Kristín Helga Schiöth

Kristjana Einarsdóttir

Linda Björk

Lóa Baldvinsdóttir Andersen

Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir

Ósk Gunnlaugsdóttir

Ragna Björg Björnsdóttir

Ragna Ragnarsdóttir

Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir

Rakel Sesselja Hostert

Salóme Mist Kristjánsdóttir

Sandra Rut Skúladóttir

Sara Björk Biering

Sigríður D. Aradóttir

Sigurbjörg Anna Guðnadóttir

Sigurlaug Lára

Sigrún Ósk Arnardóttir

Sigrún Sif Jóelsdóttir

Sjöfn Friðriksdóttir

Sunna Kristinsdóttir

Særós Rannveig Björnsdóttir

Tara Margrét

Tinna Björk Pálsdóttir

Unnur Mjöll

Vibeke Svala Kristinsdóttir

Þóra Kristín Þórsdóttir

Þórhildur Löve

Þórunn Vignisdóttir