Upp er kominn vísir að ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar – og mun það vera vonum seinna, en forsætisráðherra og fjármálaráðherra töluðu út og suður á tröppum Ráðherrabústaðarins í gærmorgun um afstöðu sína til kaupa Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík.

Á meðan Bjarni Benediktsson kvaðst taka tíðindunum fagnandi, enda myndu þau styrkja íslenskan sjávarúveg, galt Katrín Jakobsdóttur varhug við gerningnum með svo sterku orðalagi að ekki verður efast um afstöðu hennar í málinu.

Litur …

Hinir einu sönnu gárungar hafa á orði af þessu tilefni að tími hafi verið kominn til að þessir flokkarnir sýndu hvor sinn lit í stóru máli af þessu tagi – og það gekk eftir þarna á tröppunum.

Á meðan Bjarni brosti hringinn út af þessu öllu saman með heiðan himin yfir höfði sér, var allt annar svipur á Katrínu sem stóð þar undir býsna þungum skýjum.

En það er meira í þessu, miklu meira, því á meðan Katrín sparar ekki stóru orðin um þessi stórviðskipti neitar Svandís að tjá sig og vill ekki láta hafa nokkuð eftir sér um þau. Þetta er er enginn smá vísir að ágreiningi.