Bakþankar

Vinstri græn á grillteini

Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól.

Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar.

En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang.

Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna.

En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Börnin sem deyja
Bjarni Karlsson

Bakþankar

Þið munið hann Rambó?
Þórarinn Þórarinsson

Bakþankar

Hvaðan koma verðmætin?
Davíð Þorláksson

Auglýsing

Nýjast

Ekki sam­­­göng­­u­m­­át­­inn sem skipt­­ir máli held­­ur sam­­­göng­­urn­­ar
Steinmar Gunnarsson

Af bruðli
Ólöf Skaftadóttir

Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar
Kolbeinn Óttarsson Proppé

Gámastíll og græðgisvæðing
Magnús Jónsson

Bílabylting
Kjartan Hreinn Njálsson

Meiri einokun takk!
Þorsteinn Víglundsson

Auglýsing