Lög­fræði­legar deilur um stöðu vindorku hér á landi eru ekki nýjar. Lögum um svo­kallaða ramma­á­ætlun er ætlað að taka til allra orku­stöðva sem skila meira afli en 10 MW. Með lögunum er reynt að fá fram sem hlut­lægast mat á jafn­væginu milli nýtingar og verndar fjöl­margra virkjana­kosta sem fyrir fram er vitað að ekki er al­menn sam­staða um. Gildir einu hvers konar orka væri virkjuð. Af hverju er það gert? Meðal annars til þess að koma í veg fyrir að ekkert, eða ó­sam­hæft, heildar­mat á fjölda virkjunar­kosta, sem hægt er að leggja til, leiði til þess að landið verði of­setið af raf­orku­verum af öllum hugsan­legum gerðum. Sam­kvæmt 3. á­fanga ramma­á­ætlunar bíða tveir vind­myllu­garðar (hvor í sínum f lokki) loka­af­greiðslu Al­þingis. Þeir rötuðu ekki þangað í blóra við stjórnar­skrána og um þá var fjallað af verk­efna­stjórn á­ætlunarinnar.

Ó­vissa sem talin er ríkja um vindorku­ver og stöðu þeirra gagn­vart ramma­á­ætlun er látin rang­lega merkja að til sé opinn vindorku­tékki handa fyrir­tækjum, jafnt inn­lendum sem er­lendum. Eignar­réttur á landi, at­vinnu­frelsi, skipu­lags­vald sveitar­fé­laga og jafn­ræðis­reglan feli í sér að nú um stundir skuli milli tíu til tuttugu vindorku­ver (með saman­lagt afl yfir allt nú­verandi raf­afl í landinu) teljast utan við ramma­á­ætlun um vernd og nýtingu orku­kosta. Ó­vissuna þarf að meta, margra vegna, og bregðast við, annað hvort með sér­lögum eða ó­yggjandi stað­festingu um lög­sögu heild­rænnar verndar- og nýtingar­á­ætlunar. Lítil glóra er í upp­komu fjölda vindorku­vera, án mats og flokkunar, hér og hvar um land líkt og þar færu einungis þokka­lega stór yl­ræktar­ver þar sem ræktað væri græn­meti í góðu jarð­sam­bandi við stjórnar­skrána.

Við Skúli Thor­odd­sen lög­fræðingur erum ó­sam­mála um ramma­á­ætlun og vindorku. Því fyrr sem við verðum sam­mála um að jafn mikil inn­grip í um­hverfið og jafn af­gerandi við­bót við orku­fram­leiðsluna og hér um ræðir krefst skýrrar lagaum­gjörðar og á­ætlunar, þeim mun betra. Ella erum við á stigi upp­byggingar eins og var snemma á 20. öldinni.