Kenningin um skiptingu ríkis­valdsins er rakin aftur til 18. aldar heim­spekinga og fræði­manna. Einkum þeirra Mon­tesqu­i­eus, sem setti fram hug­myndir sínar þess efnis í bók sinni Andi laganna, og Johns Locke.

Kenningin gerir ráð fyrir að ríkis­valdinu sé skipt í jafn rétt­háa þætti, oftast þrjá: lög­gjafar­vald, fram­kvæmda­vald og dóms­vald. Hverjum þætti er svo ætlað að tak­marka og tempra hinn, með það að mark­miði að minnka líkur á of­ríki og geð­þótta­stjórn. Þannig er þetta hér á landi. Al­þingi setur lög. Fram­kvæmda­valdið fram­kvæmir, en þó að­eins í sam­ræmi við lögin. Dóm­stólar skera úr um laga­leg á­lita­efni sem lögð eru fyrir þá.

Þrí­greining ríkis­valds er því mjög þýðingar­mikil og grund­völlur stjórn­skipunarinnar. Þar sem hér er þing­ræði eru það jafnan full­trúar lög­gjafar­valdsins sem fara með fram­kvæmda­valdið. Líki full­trúum lög­gjafar­valdsins ekki hvernig farið er með fram­kvæmda­valdið, á fram­kvæmda­valdið undir því að missa traust og getur glatað um­boði sínu.

Því er verið að rekja þetta að nú hefur héraðs­dómari einn á­kveðið að gefa kost á sér í próf­kjöri stjórn­mála­flokks með það fyrir augum að verða á fram­boðs­lista hans í komandi al­þingis­kosningum. Það er fremur sjald­gæf staða og gefur til­efni til að staldra við og í­huga hvað það í reynd þýðir þegar maður með dóms­vald hyggst láta reyna á fylgi sitt og freista þess að komast á þing. Nú bendir reyndar margt til þess að það muni honum ekki takast en það er auka­at­riði í málinu.

Dómarinn hefur þá sér­stöðu að hann hefur opin­ber­lega og í­trekað tekið þátt í um­ræðu um sam­fé­lags­mál. Fremur fá­títt er að dómarar geri það og fé­lagar hans í dómara­fé­laginu hafa að því er virðist amast við þessu hátta­lagi. Við það hefur hann ekki fellt sig og sagði sig úr þeim fé­lags­skap.

Það er á­stæða til að amast við þessum skrifum dómarans. Auð­vitað hefur hann rétt til að tjá sig en þegar hann sóttist eftir dómara­em­bætti vissi hann eða mátti vita að em­bættis­færslan setti honum skorður og tak­markaði frelsi hans.

Þátt­taka dómarans í um­ræðu um sam­fé­lags­mál­efni hefur bent til að hann hefði í hyggju að láta frekar til sín taka á þeim vett­vangi. Á­formin um próf­kjörs­fram­boð komu því ekki alls kostar á ó­vart.

Haft hefur verið eftir dómaranum að hann hyggist fara í leyfi á meðan á fram­boðinu stendur. Ekki er að skilja annað en að hljóti hann ekki við­unandi fram­göngu í bar­áttunni um sæti á lista muni hann snúa úr leyfinu og taka til við að dæma á ný.

Þetta er ó­fært. Dómarinn verður að gera upp við sig hvort hann vill búa til lög eða dæma eftir þeim. Undir hann sem dómara verða borin á­lita­efni og við megum ekki við því að til­efni sé gefið til að efast um ó­hlut­drægni hans, hvort sem það er undir rekstri máls fyrir dómi, eða þegar niður­staða er fengin.

Dómarinn á að sjálf­sögðu stjórnar­skrár­varinn rétt til að sækjast eftir sæti á lista en sá réttur getur ekki trompað stjórnar­skrár­varinn rétt hinna til að bera mál sín undir ó­háðan og ó­hlut­drægan dóm­stól. Það ætti dómarinn að vita.