Ég vissi ekki fyrr en Hall­grímur Helga­son skrifaði um málið á dögunum á Face­book, að Ei­ríkur Guð­mund­son út­varps­þátta­stjórnandi hefði í menningar­þætti sínum gert sér mat úr pistli eftir Guð­berg Bergs­son sem birtist í DV, þar sem Guð­bergur beindi háðskum spjótum sínum að frá­sögn Hall­gríms af nauðgun sem hann varð fyrir. Ætla má að þeir sem þykir vænt um Guð­berg sem rit­höfund hafi kosið að gleyma þessum pistli sem fyrst.

Mér finnst Ríkis­út­varpið skulda Hall­grími opin­bera af­sökunar­beiðni fyrir fram­göngu Ei­ríks. Og reyndar ekki bara Hall­grími heldur öllum þeim ó­tal­mörgu mann­eskjum sem hefur verið nauðgað. Ég trúi að flestum sem hafa lesið eða heyrt pistilinn sé ljóst að hann var rætinn, særandi og meiðandi og endur­flutningur hans í menningar­þætti í út­varpi allra lands­manna full­komin ó­hæfa. Gerum okkur í hugar­lund ef kona hefði verið skot­spónn í pistli Guð­bergs. Hefði séntil­maðurinn Ei­ríkur Guð­munds­son þá lesið þennan pistil upp? Mér finnst það harla ó­lík­legt.

Mér finnst á­stæða til að Þröstur Helga­son dag­skrár­stjóri skýri af­stöðu sína í þessu máli og við fáum skýr svör við því hvernig rætið háð af þessu tagi er skil­greint sem menningar­efni innan veggja RÚV. Hvaða menningar­legu línur leggja dag­skrár­stjóri og jafn­vel út­varps­stjóri undir­sátum sínum? Telst pistill Guð­bergs til menningar­efnis vegna þess að hann rennur úr penna Guð­bergs? Þurfum við þá ekki líka að halda mynd­listar­sýningar á matar­leifum Guð­bergs? Standa vörð um þau menningar­verð­mæti?

Heldur Ei­ríkur Guð­munds­son kannski að sann­leiks­korn sé í pistli Guð­bergs? Trúir Ei­ríkur því að Hall­grímur Helga­son ljúgi til um þetta á­fall og hafi skrifað um það í bók og sagt al­þjóð frá til þess að selja fleiri bækur sem er það sem pistill Guð­bergs gaf í skyn? Hefði Ei­ríkur átt að gangast við því og segja beint út að sú væri raunin? Gangast við því að hann sjálfur er vanda­málið og grafast fyrir um or­sakir þess? Gangast við því að Ei­ríkur trúir á Guð­berg Bergs­son?

Var Ei­ríkur Guð­munds­son að mis­nota að­stöðu sína sem út­varps­maður til að klekkja á kollega sínum? Væri til­hlýði­legt að ég sparkaði í mót­leikara mína á sviði Þjóð­leik­hússins? Telst lestur Ei­ríks á pistli Guð­bergs til menningar­efnis vegna þess að þessi háðs­lega nálgun skálds á þjáningu annarra er eftir­tektar­verð að ein­hverju leyti? Er að­ferð Guð­bergs sem ætlað er að hæða, meiða og smána á ein­hvern hátt ný eða sér­stök? Ég vil gjarnan heyra fræði­lega nálgun bók­mennta­fræðinganna Ei­ríks Guð­munds­sonar og Þrastar Helga­sonar á þessu við­fangs­efni sem valið var til flutnings.

Er pistill Guð­bergs menningar­efni vegna þess að skít­kast er þjóðar­í­þrótt? Eða er Ríkis­út­varpið ein­fald­lega full­trúi gamal­dags mann­fjand­sam­legs við­horfs þar sem það þykir til­hlýði­legt að gera grín af fólki sem er sví­vírt? Það hlýtur að til­heyra al­mennri skyn­semi að RÚV sam­þykki ekki fjall­lað sé um nauðganir af miskunnar­leysi og/eða í hálf­kæringi undir menningar­legri fjöður, eða hvað þetta átti nú yfir­leitt að þýða.

Ég legg að endingu til að siða­nefnd Ríkis­út­varpssins beini sjónum sínum að Ei­ríki Guð­munds­syni og Þresti Helga­syni og gefi Helga Seljan frið til að vinna vinnuna sína.

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir