Frétt­ir und­an­far­inn­a miss­er­a um fram­ferð­i Sam­herj­a í Nam­ib­í­u hafa vak­ið hörð við­brögð í sam­fé­lag­in­u. Af góðr­i á­stæð­u. Við Ís­lend­ing­ar höf­um sjálf­sagt von­að að „okk­ar menn“ hög­uð­u sér á ein­hvern hátt bet­ur en ó­hefl­að­ir bissn­is­s­menn ann­arr­a land­a. Amer­ík­an­ar og Bret­ar eða því­um­lík­ir. En, nei, það er nú senn­i­leg­a því mið­ur ekki raun­in. Hrun­ið hefð­i nú svo sem átt að kenn­a okk­ur það, en kannsk­i erum við búin að gleym­a eða við héld­um að menn hefð­u lært eitt­hvað af því.

Það er auð­velt að setj­a svon­a hátt­ern­i í sam­heng­i við fram­ferð­i Vest­ur­land­a­bú­a í Afrík­u und­an­farn­ar ald­ir. Af­stað­an til þeirr­a sem þar búa og auð­lind­a þess­ar­ar stór­u heims­álf­u hef­ur ver­ið botn­laus græðg­i og virð­ing­ar­leys­i fyr­ir lífi, lim­um, menn­ing­u og eign­ar­rétt­i. Við höf­um ver­ið í Afrík­u mest­megn­is til að taka, í kraft­i vopn­a­valds og auð­æf­a. Flest­ir þekkj­a hryll­ings­sög­ur af þræl­a­versl­un fyrr­i alda og fram­ferð­i ný­lend­u­herr­a á borð við Bret­a, Frakk­a og Port­úg­al­a. Nam­ib­í­a var um tíma þýsk ný­lend­a. Við mun­um að­skiln­að­ar­stefn­un­a í Suð­ur Afrík­u og of­beld­ið og lít­ils­virð­ing­un­a sem hún birt­i okk­ur. Við höf­um kannsk­i líka heyrt um fram­ferð­i Belg­a í Kong­ó, þar sem Le­op­old kon­ung­ur tók sér það mikl­a land sem sína prív­at ný­lend­u og tal­ið er að hafi kost­að um 11 millj­ón manns­líf í upp­haf­i 20. ald­ar­inn­ar.

Sum ykk­ar sem þett­a lesa kunn­a að hafa ver­ið fædd þeg­ar Bret­ar voru enn að reyn­a að hang­a á ný­lend­um sín­um í Afrík­u. T.d. árið 1950, árið sem fyrst­a kred­it­kort­ið var gef­ið út og fyrst­a líf­fær­a­gjöf­in var fram­kvæmd, héld­u þeir úti fang­a­búð­um í Ke­ný­a, þar sem mörg­um þús­und­um var hald­ið og gegnd­ar­laus­ar pynd­ing­ar stund­að­ar. Fram­ferð­i ný­lend­u­veld­is­ins var all­stað­ar það sama. Yfir­geng­i­legt og botn­laust of­beld­i sem gerð­i eng­an grein­ar­mun á þeim sem urðu fyr­ir því, en op­in­ber af­neit­un og fel­u­leik­ur var á­stund­að­ur heim­a fyr­ir til að hald­a and­lit­in­u. Það var ekki of erf­itt, því Afrík­a var þrátt fyr­ir allt svo langt í burt­u og fáir sem sýnd­u henn­i ein­hvern á­hug­a.

Þeg­ar ný­lend­u­stefn­an var að líða und­ir lok á átt­und­a ár­a­tug síð­ust­u ald­ar var líka tím­inn sem Ís­land hætt­i að líta á sig sem þró­un­ar­rík­i og þiggj­and­a og sem mög­u­leg­an gef­and­a á al­þjóð­leg­um vett­vang­i. Það var þann­ig sem Ís­lend­ing­ar hófu af­skipt­i af þess­u ríki, Nam­ib­í­u, og í gegn­um þá gátt sem þar opn­að­ist sem Sam­herj­i fór þang­að inn.

Ég fékk tæk­i­fær­i til að sitj­a í stjórn Þró­un­ar­sam­vinn­u­stofn­un­ar á tí­und­a ár­a­tugn­um sem full­trú­i jafn­að­ar­mann­a og heim­sótt­i Nam­ib­í­u og verk­efn­in okk­ar þar árið 1996, fyr­ir 25 árum. Þau voru öll á svið­i sjáv­ar­út­vegs og fisk­veið­a. Það var á því svið­i sem við töld­um að við hefð­um eitt­hvað fram að færa. Best­a fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­i í heim­i og gott ef ekki eini sjáv­ar­út­veg­ur jarð­ar­inn­ar sem var rek­inn með hagn­að­i. Sann­kall­að djásn í kór­ón­u kap­ít­al­ism­ans, guð­spjalls og galdr­a­þul­u Vest­ur­land­a­bú­ans.

Það var að sumu leyt­i sér­stakt að sjá það með eig­in aug­um hvern­ig Ís­lend­ing­arn­ir runn­u á­reynsl­u­laust inn í efst­a lag nam­ib­ísks sam­fé­lags. Þeir bjugg­u í stór­um hús­um með mik­ið af inn­lend­u þjón­ust­u­fólk­i. Voru topp­ráð­gjaf­ar í ráð­u­neyt­un­um. Ráku skól­a og stýrð­u verk­efn­um. Allt vel meint og sjálf­sagt að ein­hverj­u leyt­i til gagns. Alla­veg­a vona ég það. En við vor­um þarn­a ein­hvern veg­inn ná­kvæm­leg­a eins og aðr­ir Vest­ur­land­a­bú­ar. Við kom­um þarn­a til að kenn­a, til að breyt­a. Eins og Sví­ar. Bret­ar. Dan­ir. Þjóð­verj­ar. Holl­end­ing­ar og Belg­ar, Ástral­ir og Aust­ur­rík­is­menn. Allar þró­un­ar­sam­vinn­u­stofn­an­irn­ar, frjáls­u fé­lag­a­sam­tök­in, al­þjóð­a­stofn­an­irn­ar okk­ar, sem við rek­um og fjár­mögn­um og ráð­um. Og í kjöl­far­ið koma svo fyr­ir­tæk­in. Eins og Sam­herj­i. For­kólf­arn­ir hitt­a ráð­a­menn í gegn­um þing­mann­a­heim­sókn­ir og við­skipt­a­send­i­nefnd­ir. Allt flækt sam­an í ein­um vef fram­far­a­trú­ar kap­ít­al­ism­ans.

Ég hef hald­ið á­fram að vinn­a að verk­efn­um í Afrík­u. Undan­far­in ár hef ég kom­ið að litl­u verk­efn­i í Tanz­an­í­u sem geng­ur út á að vald­­efl­a kon­ur í litl­u sveit­a­þorp­i og tala við karl­menn um jafn­rétt­is­mál og sam­skipt­i kynj­ann­a. Ég veit að það tek­ur á að koma á svon­a stað­i og reyn­a að hald­a sig við ein­hvers­kon­ar lær­and­i af­stöð­u. Að hlust­a. Að þykj­ast ekki vita allt bet­ur þeg­ar mað­ur kem­ur frá land­i eins og Ís­land­i sem hef­ur ver­ið á toppn­um á jafn­rétt­is­list­an­um síð­an elst­u menn muna. Þeg­ar mann­i líð­ur eins og geim­ver­u með öll sín for­rétt­ind­i í pok­a­horn­in­u. Mað­ur fer út í þorp­ið í reykj­ar­stybb­un­a, þar sem fólk eld­ar á hlóð­um inni í mold­ar­kof­um. Mað­ur geng­ur um rauð­a mold­in­a á fínu göng­u­skón­um sín­um og veit að mað­ur get­ur hopp­að upp í bíl­inn og keyrt heim og far­ið í sturt­u og chill­að með kald­an drykk á ver­önd­inn­i og horft á sól­setr­ið yfir skóg­in­um og tékk­að á Insta­gram-fe­ed­in­u. Has­htag af­ri­cans­un­set. Ég get svon­a rétt byrj­að að í­mynd­a mér hvern­ig það er þeg­ar mað­ur kem­ur inn í svon­a sam­fé­lag með auð­æf­i sem geta keypt hvað sem er. Hvað sem mað­ur vill. Stjórn­mál­a­menn. Kvót­a. Hvað­a höll sem er. Al­gert vald.

Ég veit í raun­inn­i ekk­ert hvað á að segj­a um eða gera í fram­ferð­i þess­ar­a á­gæt­u ís­lensk­u kap­ít­al­ist­a sem hafa ver­ið að „gera það gott“ í nam­ib­ísk­um sjáv­ar­út­veg­i und­an­far­in ár. Ég veit það bara að þett­a er þráð­ur í langr­i arf­leifð og sam­skipt­a­sög­u okk­ar hvít­u jarð­ar­bú­ann­a við Afrík­u. Enn eitt dæm­ið og frek­ar dæm­i­gert. Á end­an­um verð­ur þett­a að snú­ast um breytt­a af­stöð­u. Við þurf­um að stíg­a út úr þess­ar­i sögu og átta okk­ur á að við erum öll ein þjóð og það er ekki hægt að haga sér á einn hátt hér og ann­an hátt þar. Hátt­a­lag þitt í Nam­ib­í­u er hátt­a­lag þitt á Ís­land­i. Það er eng­inn mun­ur þar á, þó Nam­ib­í­a sé langt í burt­u og fáir hafi á henn­i á­hug­a. Enginn.