Burn-out (of­keyrsla) er hug­tak sem er orðið þekkt á Ís­landi, því miður. Of­keyrsla er ekki jafn­þekkt fyrir­bæri í öðrum þjóð­fé­lögum.

Af hverju ekki?

Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndis­legu Akur­eyri.

Hér er rekið heil­steypt bæjar­fé­lag með alls kyns vaxandi fyrir­tækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrir­tækin gera? Í hljóði og líf­laus?

Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrir­tækjunum að vera fyrir­tæki í friði?

Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjar­fé­lag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis út frá fyrir­tækjum og engu öðru.

Án fólksins eru engin fyrir­tæki.

Ber­lín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem byggt er á. Af hverju? Af því að borgin vill að fólkið sé tengt náttúrunni og sjálfu sér. Þannig skapast síður of­keyrsla. Að það eigi sitt heimili sem það nýtur að vera á milli þess sem það stundar vinnu.

Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akur­eyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á.

Þess vegna á fólk rétt á að mót­mæla risa­stórum há­hýsum sem á að raða í kringum það þar sem það hefur búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig.

Hvernig getum við þá byggt, gæti ein­hver spurt?

Spyrjum Ber­lín. Hvernig getur Ber­lín byggt?

Listin að lifa. Við erum öll lista­fólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í ein­hverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað? – Þar eru meira að segja græn svæði.

Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fal­lega bænum okkar og byggja þétt og hátt?

Það er þannig sem grænu svæðin hverfa.

Meira af grænum svæðum.

Göngum jafn­vel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum
við ekki þannig?

Leyfum fólkinu í bænum að ráða.

Skráðu þig á „Í­búar á Akur­eyri- spjall“ á Face­book og taktu þátt í fram­tíðar­um­ræðu um það hvernig við byggjum upp bæinn okkar, en ekki bæinn þeirra.

Hvort kýst þú á laugar­daginn?

Geymili eða heimili?

Kjósum með hjartanu.

Pistlahöfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri