Nú er soldið talað um að við séum svo góð og sýnum mikla samstöðu og það hafi þurft kórónaveiruna tilað við yrðum góð.

En ég vil segja:

Ástæðan fyrir því að við erum góð er sú að við erum góð.

Við kunnum að vera góð

við erum góð allan daginn

og þegar við þurfum að sýna góðmennsku okkar enn frekar er það vegna þess að við erum góð.

Við eigum innstæðu fyrir góðmennsku

Við erum venjulega góð

við hugsum um börnin okkar, við vinnum vinnuna okkar, við sýnum tillitssemi í umferðinni, við ræðum um lífið, við hugsum vel um okkur sjálf, við reynum að spara, við njótum lífsins, lífið er fullt af fólki sem er vinna gott starf á sviði menntamála, heilbrigðismála, flóttamannamála, vísinda, trúar og lista og svo endalaust framvegis, allir eru góðir og vilja vera góðir

sífellt er verið að sýna eitthvað gott, segja eitthvað gott, finna upp eitthvað gott,

og það er þessvegna

að þegar áföll koma upp

þá erum við ekki bara góð

heldur betri.