Nú hef­ur þing­ið end­an­leg­a lok­ið störf­um sín­um og þing­menn haldn­ir til sum­ar­leyf­a. Þing verð­ur ekki kall­að sam­an á ný fyrr en eft­ir næst­u kosn­ing­ar. Þá tek­ur ný á­höfn til starf­a við að stýr­a þjóð­ar­skút­unn­i. Sú á­höfn sem stýrt hef­ur síð­ust­u fjög­ur ár hef­ur stað­ið sig vel að mínu mati í þeim ólg­u­sjó sem ver­ið hef­ur og mun mög­u­leg­a hald­a á­fram eft­ir næst­u kosn­ing­ar. Þá á­kvörð­un taka kjós­end­ur.

Ég tók þátt af mikl­um kraft­i í síð­ust­u kosn­ing­a­bar­átt­u. Kosn­ing­a­bar­átt­a er hvor­u tveggj­a lær­dóms­rík og skemmt­i­leg. Okkar bar­átt­a gekk vel og á kosn­ing­a­nótt var ég ým­ist inni eða úti en end­að­i því mið­ur röng­u meg­in við hurð­in­a inn á þing sem var­a­þing­mað­ur.

Upp­bygg­ing fram­úr­skar­and­i geð­heil­brigð­is­kerf­is

Mín helst­u bar­átt­u­mál hafa frá því ég hóf af­skipt­i af stjórn­mál­um snú­ist um vel­ferð­ar­mál í mjög víð­um skiln­ing­i. Ég hef þá trú að flest það sem við ger­um teng­ist á ein­hvern hátt vel­ferð okk­ar sjálfr­a eða ann­arr­a. Mín á­hersl­a í síð­ust­u kosn­ing­a­bar­átt­u sner­ist um geð­heil­brigð­is­mál. Í mín­um huga fel­ast gríð­ar­leg tæk­i­fær­i fyr­ir okk­ur sem þjóð í því að byggj­a hér upp fyr­ir­mynd­ar geð­heil­brigð­is­kerf­i. Kerf­i sem hef­ur það að leið­ar­ljós­i að þeir sem þurf­a fái rétt­a þjón­ust­u á rétt­um stað, á rétt­um tíma og veitt­a af rétt­um að­il­um. Leið­in að því mark­mið­i er vörð­uð mörg­um und­ir­mark­mið­um þar sem víða er pott­ur brot­inn í nú­ver­and­i kerf­i.

Margt þarf að gera og verk­efn­in eru ærin. Full­mann­a þarf sál­fræð­i­þjón­ust­u heils­u­gæsl­unn­ar um allt land svo al­menn­ing­i sé tryggt ör­uggt að­geng­i að best­u mög­u­leg­u með­ferð í nær­um­hverf­i. Hald­a þarf á­fram þeirr­i öfl­ug­u upp­bygg­ing­u sem nú þeg­ar er haf­in í fram­lín­unn­i. Efla þarf að­geng­i að sér­tæk­ar­i með­ferð­um með­al ann­ars með því að styrkj­a geð­heils­u­teym­i vítt og breitt um land­ið og gang­a frá vel skil­greind­um samn­ing­i sjálf­stætt starf­and­i sál­fræð­ing­a við Sjúkr­a­trygg­ing­ar Ís­lands sem allr­a fyrst til fram­tíð­ar. Einn­ig þarf að efla mög­u­leik­a Land­spít­al­ans á að sinn­a sínu hlut­verk­i sem þriðj­u­lín­u stofn­un með­al ann­ars með því að út­veg­a geð­deild­inn­i hús­næð­i sem upp­fyll­ir nú­tím­a­kröf­ur um ör­ygg­i og heils­u­efl­and­i að­bún­að og um­hverf­i.

Að auki þarf að styðj­a vel við all­ar þær stofn­an­ir og sam­tök sem sinn­a þess­um við­kvæm­a mál­a­flokk­i og not­end­um þjón­ust­unn­ar. Kerf­ið í heild sinn­i þarf svo að vera vel skil­greint með skýr­um boð­leið­um svo vit­að sé hver ger­ir hvað, á hvað­a tíma og fyr­ir hvern.

Allra best­a fjár­fest­ing­in

Arð­sem­in af þess­ar­i upp­bygg­ing­u er gríð­ar­leg. Bent hef­ur ver­ið á að hver krón­a sem sett er í upp­bygg­ing­u á geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u skil­i sér tí­falt til­bak­a inn í hag­kerf­ið. Í ná­grann­a­lönd­um okk­ar, svo sem í Bret­land­i og á Norð­ur­lönd­um, hef­ur mark­visst ver­ið far­ið í upp­bygg­ing­u á að­geng­i að sál­fræð­i­þjón­ust­u og þjálf­un mann­afl­a til að sinn­a verk­in­u. Mik­il­væg­i þess að gríp­a inn í áður en vand­inn vex og við­kom­and­i lend­ir utan vinn­u­mark­að­ar með til­heyr­and­i á­hrif­um á ein­stak­ling­inn, fjöl­skyld­un­a og aðra í um­hverf­in­u er vel þekkt.

Við þurf­um á öll­um okk­ar þegn­um að hald­a til að snúa hjól­um efn­a­hags­lífs­ins. Við vilj­um að fólk geti unn­ið, greitt skatt­an­a sína, þurf­i síð­ur að nýta sam­eig­in­leg­a sjóð­i al­menn­ings og sem minnst að nýta vel­ferð­ar­þjón­ust­u. Erfið veik­ind­i og and­lát vegn­a þeirr­a er ekki það sem við kjós­um af hlað­borð­i lífs­ins. Þess­i fjár­fest­ing í fólk­i og geð­heils­u lands­mann­a er því með þeim allr­a best­u sem rík­ið get­ur ráð­ist í næst­u árin. Þess­i upp­bygg­ing er líka grund­völl­ur alls ann­ars í sam­fé­lag­in­u því eng­in heils­a er án geð­heils­u og án heils­u ger­um við ekki mik­ið.

Á­skor­un til stjórn­vald­a og verð­and­i þing­mann­a

Þar sem ég náði ekki að tala þess­ar­i rödd­u á ný­af­stöðn­u þing­i skor­a ég á verð­and­i þing­menn að fylgj­a þess­u máli eft­ir með okk­ur sem höf­um bar­ist fyr­ir þess­um breyt­ing­um og ekki síð­ur að láta verk­in tala. Það þýð­ir að for­gangs­rað­a þess­ar­i fjár­fest­ing­u fram­ar mörg­u öðru við fjár­lag­a­vinn­u næst­a árs og næst­u ára. Heil­brigð­is­mál eru mál okk­ar allr­a og ein­hug­ur með­al þjóð­ar­inn­ar um að setj­a þau í for­gang. Að sama skap­i skor­a ég einn­ig á verð­and­i þing­menn að hleyp­a var­a­þing­mönn­um sín­um inn á völl­inn því með því að opna fyr­ir fleir­i radd­ir í pont­u Al­þing­is verð­a að mínu mati af­urð­ir þings­ins betr­i og þörf­um kjós­end­a bet­ur mætt. Ég get lof­að því að ég og marg­ir aðr­ir hald­a þess­ar­i bar­átt­u á­fram hvort sem það verð­ur í þing­söl­um eða á öðr­um vett­vang­i.

Höf­und­ur er sér­fræð­ing­ur í klín­ískr­i sál­fræð­i.