Ein ó­trú­legasta saga fjalla­klifursins er sagan af vinunum Joe og Simon sem klifu, þá ó­klifinn, vegg perúska fjallsins Siula Grande, upp á topp. Magnað af­rek sem fölnaði engu að síður í eftir­málum klifursins.

Í sigi á niður­leið hljóp snurða á þráðinn og Joe endaði illa fót­brotinn. Þar með voru ör­lögin ráðin. En vin­átta og ást eru ekki mæld í raun­semi. Þeir reyna hið ó­mögu­lega sem endar í enn verri stöðu; Joe fellur í sprungu og hangir í lausu lofti og er við að draga Simon, sem situr rétt við brúnina, með sér niður í dauðann.

Vandi Simons er stór­kost­legur og við honum er ekki til góð lausn. Ef hann sker ekki á línuna munu þeir báðir farast – ef hann sker á línuna bjargar hann sjálfum sér en sendir vin sinn í dauðann. Nú skyldi ein­hver segja; þetta er auð­velt, honum ber fyrst að tryggja öryggi sjálfs síns og svo vinar síns. Þá er annað fólk fljótt að segja, ég myndi aldrei skila vini inn í dauðann, dyggð fremur en nytja­rök.

Það á­huga­verða er hins vegar að til eru að­stæður og heila­brot sem eiga ekki skýrt rétt svar. Það eru ein­mitt þannig vega­mót sem gera mann­eskjuna bæði stór­kost­lega flókna og um leið ein­staka í heiminum.

Mér varð síðast hugsað til þessa í um­ræðu um nýja leik­sýningu í Þjóð­leik­húsinu. Og þar sem um­ræðan í kjöl­far leik­hús­gagn­rýni hefur verið heilt yfir vönduð og rök­föst hefur okkur farið ör­lítið fram við að skilja hvert annað – virða hvert annað.

Svo ég gleymi því ekki, Joe lifði.