Fátt er öruggt í þessum heimi en þó er víst að Donald Trump er ekki réttur maður á réttum stað. Frammi­staða Banda­ríkja­for­seta í bar­áttunni við kóróna­vírusinn verður lengi í minnum höfð. Hún hefur ekki bara verið mátt­leysis­leg heldur bein­línis far­sa­kennd, eins og þegar hann benti á klórinn­töku sem lausn sem læknar ættu að í­huga af al­vöru.

Enn á ný er getu­leysi for­setans æpandi nú þegar voldug mót­mæli skekja Banda­ríkin vegna grimmi­legs morðs hvíts lög­reglu­manns á blökku­manninum Geor­ge Floyd. Stór hópur mót­mælir frið­sam­lega en aðrir hafa gripið til of­beldis­verka.

For­setanum finnst greini­lega engin á­stæða til að gera mun á frið­sam­legum mót­mælendum og ó­þjóða­lýð sem fer um rænandi og ruplandi. Hann er sömu­leiðis al­gjör­lega á­huga­laus um það skelfi­lega mis­rétti sem stöðugt mætir blökku­mönnum í Banda­ríkjunum. Lausn hans felst í hótun um að senda herinn á lands­menn sína.

Á sama tíma stillir hann sér upp fyrir framan kirkju með Biblíu í hönd eftir að hafa látið sprauta tára­gasi á frið­sama mót­mælendur sem voru í ná­grenninu. Daginn eftir fann Trump styttu af Jóhannes Páli II páfa sem hann stillti sér upp við. Sjálf­sagt hefur hann talið sig njóta vel­vildar Guðs og kirkjunnar manna með þessum upp­stillingum sínum fyrir framan mynda­vélar.

Hér skal full­yrt að úti­lokað sé að hið al­vitra al­mætti leggi blessun sína yfir fram­ferði for­setans í þessum málum, frekar en öðrum. Hins vegar er ekki alltaf hægt að treysta á dóm­greind kirkjunnar manna, enda eru þeir breyskir og mis­vitrir, eins og við hin. Þarna létu þeir for­setann þó hvorki blekkja sig né plata. Prestur sagði sví­virðu að for­setinn notaði kirkju eins og hvern annan leik­mun fyrir sjálfan sig. Erki­biskupinn í Was­hington, sem er blökku­maður, sagði að hinn góði páfi Jóhannes Páll hefði aldrei sam­þykkt að tára­gasi væri sprautað á fólk til að þagga niður í því.

Donald Trump er að kveikja elda í stað þess að leitast við að slökkva þá. Hann hefði betur horft til mál­flutnings Ter­rence Floyd, bróður Geor­ge Floyd. Fjöl­skylda hins myrta á sannar­lega harma að hefna og enginn hefði á­lasað Ter­rence hefði hann gengið reiðinni á hönd. Það gerði hann þó ekki heldur hvatti til stillingar og minnti á að minningu Geor­ge Floyd væri enginn greiði gerður með of­beldis­verkum.

Donald Trump stefnir að endur­kjöri sem for­seti Banda­ríkjanna. Ef skyn­semi, hóf­semd, rétt­læti og jafn­rétti ríkti í heiminum ætti hann ekki að eiga neina mögu­leika á slíku. En heimurinn er ó­öruggur og trylltur staður þar sem allt getur gerst. Endur­kjör er því miður ekki úti­lokað. Trump á sína stuðnings­menn, bæði í heima­landi sínu og annars staðar – líka hér á landi.

Ný­leg rann­sókn, sem EMC Rann­sóknir fram­kvæmdu, sýnir að 29 prósent kjós­enda Mið­flokksins myndu kjósa Trump sem for­seta ættu þeir kost á því. Niður­staða sem fylla myndi for­ystu­fólk í sóma­sam­legum stjórn­mála­flokki hryllingi, en mun ekki valda ólgu í Mið­flokknum. Þar slær Trump alltaf í gegn.