Um­boðs­mönnum landsins fjölgar með hverju árinu og sinna þeir nú Al­þingi, börnum, borgurum og skuldurum. Kallað er eftir fleirum, til að sinna öldruðum, fötluðum og öðrum hópum sem telja sig þurfa em­bætti.

Í áranna rás hefur verk­efnum verið hlaðið á em­bætti um­boðs­manns Al­þingis en því er meðal annars gert að sinna eftir­liti með frelsis­sviptum. Að mati Af­stöðu veldur em­bættið ekki því verk­efni sökum fjár­skorts. Og af hverju ætti em­bætti sem sinnir erindum al­mennings og eftir­liti með stjórn­sýslu fram­kvæmdar­valdsins að taka út fangelsi landsins?

Af­staða hefur ekkert nema gott um em­bætti um­boðs­manns Al­þingis að segja. Þar hefur sam­starfið verið af­skap­lega gott. Með tímanum hefur fé­lagið orðið ó­form­legt eftir­lit með fangelsum landsins enda fylgir það eftir kvörtunum fanga og þeirra að­stand­enda alla leið og yfir­leitt eru þau mál leið­rétt eða rök­réttari skýringar fást.

Auk þess sinnir fé­lagið for­vörnum, jafningja­fræðslu, fræðslu til al­mennings og stjórn­valda, ráð­gjöf til til­vonandi, nú­verandi og fyrr­verandi vist­manna fangelsa á­samt ráð­gjöf og að­stoð til að­stand­enda sem eiga ekki til annarra að leita.

Af­staða hefur verið starfandi í 16 ár og lyft grettis­taki í þessum mála­flokki, átt þátt í mörgum gífur­lega góðum breytingum á reglum í mála­flokknum sem og öðrum mála­flokkum sem tengjast þessum eins og í al­manna­trygginga­kerfinu og fleira. Fé­lagið hefur aldrei komist á fjár­lög og gífur­leg vinna hefur farið í það að reyna að út­vega styrki frá bæði sveitar­fé­lögunum og ríkinu. Undan­farin ár höfum við fengið smá styrk frá Reykja­víkur­borg og frá Fé­lags­mála­ráðu­neytinu en þeir styrkir eru einnar skipta styrkir og við getum í raun aldrei gert ráð fyrir að við fáum fleiri styrki þar á bæjum. Þá hafa styrkirnir rétt verið brot af því sem fé­lagið þarf til að halda lág­mars­starf­semi en það er ó­trú­legt hvað fé­lagið hefur dafnað og náð miklum árangri að­eins með sjálf­boða­liðum.

Þessu þarf að breyta og bæði ríkið, borg og önnur sveitar­fé­lög þurfa að koma að borðinu og tryggja fé­laginu grunn til að starfa. Það hefur sýnt sig að það er þess virði og að fé­lagið sjálft er mikils virði. Á sama tíma þarf að tryggja það að við séum ekki undir þessum aðilum komi hvað og hve­nær við fáum greitt því þetta eru jú þeir aðilar sem við erum að gagn­rýna og hafa að­hald á.

Stjórn Af­stöðu telur að stofna ætti em­bætti um­boðs­manns frelsis­sviptra sem tæki yfir starf­semi Af­stöðu og að þar væru sér­fræðingar í lög­fræði og heil­brigðis­málum. Það yrði til þess að tryggja fjár­magn sem nýtast myndi frelsis­sviptu fólki á Ís­landi og myndi taka yfir OP­CAT skyldur sem fela í sér eftir­liti með öllum stofnunum sem svipta fólk frelsi sínu.

Í ljósi stöðunnar er öllum ljóst að frelsis­svipting er ekkert gaman­mál. Þar þarf að leysa málin fljótt og örugg­lega og klárt mál að ömur­leg mál ung­menna­heimila landsins hefðu aldrei orðið ef um­boðs­maður frelsis­sviptra væri starf­ræktur.

Gerum betur fyrir okkur öll.