Starfs­fólk um­boðs­manns barna heldur til á Ísa­firði þessa vikuna og heim­sækir ná­granna­byggðir. Til­gangur heim­sóknarinnar er að efla tengsl em­bættisins við sveitar­fé­lögin á svæðinu og hitta þá sem starfa að mál­efnum barna á norðan­verðum Vest­fjörðum. Um­boðs­maður barna heim­sækir grunn­skóla á svæðinu en eitt helsta mark­mið dvalarinnar er að eiga sam­tal við þau börn sem búa á svæðinu og heyra hvað brennur á þeim.

Þetta er í annað sinn sem um­boðs­maður barna flytur starfs­stöð sína út á lands­byggðina með þessum hætti en í mars 2020 dvaldi starfs­fólk em­bættisins á Egils­stöðum í eina viku og tókst sú heim­sókn afar vel. Þrátt fyrir smæð em­bættisins hefur það ætíð leitast við að heim­sækja skóla og sveitar­fé­lög víða um land með það að mark­miði að ná til sem flestra barna. Em­bættið hyggst á næstu árum efla veru­lega tengsl sín við lands­byggðina með mark­vissum heim­sóknum í sveitar­fé­lög landsins og ráð­gerir að allir lands­hlutar verði heim­sóttir með þessum hætti á næstu árum. Hlut­verk um­boðs­manns barna er að efla þátt­töku barna í sam­fé­laginu og vinna að því að tekið sé fullt til­lit til réttinda, þarfa og hags­muna þeirra á öllum sviðum.

Barna­þing er mikil­vægur þáttur í að ná til barna út um allt land. Þingið er haldið annað hvert ár en það fyrsta fór fram í nóvember 2019 og heppnaðist það ein­stak­lega vel. Um­boðs­maður mun halda annað Barna­þing í nóvember á þessu ári en 350 börn víða að af landinu hafa nú þegar fengið boð um að taka þátt. Barna­þingi er ætlað að styrkja lýð­ræðis­lega þátt­töku barna og niður­stöður þingsins verða kynntar ríkis­stjórn. Með því að efla sam­ráð em­bættisins við börn með þessum hætti er ætlunin að styrkja það hlut­verk um­boðs­manns að vera tals­maður barna af öllu landinu og tryggja að sjónar­mið þeirra skili sér í stefnu­mótun stjórn­valda og á­kvarðana­töku.