Það þarf að tala meira um klám. Sam­kvæmt rann­sóknum sjá börn allt niður í sex og sjö ára klám ó­vart á netinu og vís­bendingar eru um að fyrsta á­horf barna á klám sé í kringum 11 ára aldur. Ég vil helst ekki vita af ellefu ára börnum að horfa á klám en ég veit samt af þeim og vil þá frekar að eitt­hvað sé gert í því.

Skiljan­lega veldur þessi þróun mörgum for­eldrum og for­ráða­mönnum barna miklum á­hyggjum. Gleymum því ekki að skað­legar af­leiðingar klá­má­horfs geta verið miklar og lang­varandi og sér­stak­lega fyrir börn og ung­menni.

Sama hvað þér finnst um klám þá er ekki hægt að neita því að mikið á­horf á klám getur breytt við­horfum fólks til sjálfs­myndar sinnar, til kynja­hlut­verka og til kyn­lífs. Það getur haft á­hrif á það hvar fólk setur mörk sín í kyn­lífi og að annað fólk virði ekki þessi mörk. Það þarf að taka al­var­lega.

Fyrir þrettán árum skrifaði ég meistara­rit­gerð um skað­leg á­hrif kláms og hvort að klám sé í raun mann­réttinda­brot. Þetta var á­kaf­lega skemmti­leg veg­ferð í meistara­námi mínu í Lundúnum sem ég tók ekkert lengra en hef alltaf á­huga á. En um­ræðan um klám hefur breyst mikið síðan þá og heimurinn líka. Rit­gerðin mín er lík­lega löngu úr­elt því ekki er efnið bara að­gengi­legra heldur er líka auð­veldara að búa það til.

Við erum öll með mynda­töku­vél í vasanum sem fram­leiðir efni í miklum gæðum ef við viljum. Sama tæki er líka með að­gang að inter­neti og á sama tíma að klámi. Efni sem er í dag ein­mitt miklu grófara og of­beldis­fyllra en þegar ég skrifaði rit­gerðina mína. Börn eru með sama tæki í vasanum en munurinn á þeim og okkur, full­orðna fólkinu, er að þau eru ekki með vit­neskju okkar og reynslu. Þau vita ekki hvað býr að baki fram­leiðslunni eða að raun­veru­leikinn er ekki eins og hann birtist þeim þarna.

Það þarf því að ræða þetta. Miklu meira og við miklu fleiri. En það vitum við svo­sem, og höfum vitað í langan tíma. En það er eitt að vita eitt­hvað og svo annað að gera eitt­hvað í því.

Það er ekkert auð­velt verk að ræða þessa hluti við börn og ung­menni en það er gríðar­lega mikil­vægt. For­eldrar og for­ráða­menn hafa margir saknað leið­beininga sem hafa verið ill­f­áan­legar en það breyttist í gær þegar Stíga­mót gáfu út leið­beiningar um hvernig sé gott að taka þetta sam­tal við börn og ung­menni.

Leið­beiningarnar eru hér. Hefjum nú sam­talið fyrir al­vöru. Það er nóg í húfi.