Strætó er með snjalla á­letrun á vögnunum þessa dagana, til­mæli til far­þega um að nota ferða­tímann vel: Nýttu tímann til að læra nýtt tungu­mál. Það er ekki bara í strætó sem við eigum af­lögu tíma. Í veirufar­aldrinum og breyttu lífs­mynstri leggst okkur ó­hjá­kvæmi­lega til auka­tími því margir vinna heima og ferðum í og úr vinnu hefur fækkað. Við förum ekki til út­landa. Við höfum fækkað vina­mótum, förum sjaldnar á sam­komur og menningar­við­burði. Þá er ó­talinn tími sem skapast af þung­bærari á­stæðum svo sem ein­angrun, sótt­kví eða at­vinnu­missi.

Allt leggur þetta okkur þó til tíma sem við getum að ein­hverju marki nýtt til að öðlast nýja færni og næra sálina. Við höfum að­gang að net­nám­skeiðum á öllum sviðum menningar, vísinda og tækni, fræða og lista hjá kennslu­veitum á borð við edX, Cour­sera og Fu­tureLearn. EdX byrjaði sem sam­starfs­vett­vangur Harvard, MIT og Berkel­ey há­skóla í Banda­ríkjunum og Cour­sera var stofnað við Stan­ford. Í dag hafa bæst í hóp sam­starfs­aðila há­skólar víða um heim, söfn, al­þjóða­stofnanir, o.fl. Sama má segja um Fu­tureLearn sem var stofnað af Opna há­skólanum í Bret­landi. Smit­h­sonian safnið í Was­hington D.C. hefur þróað opin net­nám­skeið, m.a. um tækni og menningu (á vegum edX) og Museum of Modern Art í New York býður nám­skeið um mynd­list (á vegum Cour­sera).

Mikið fram­boð er á nám­skeiðum til að stuðla að aukinni vel­líðan, t.d. Science of Well-Being hjá Yale há­skóla. Þátt­tak­endum í þessu nám­skeiði hefur fjölgað mikið á tímum CO­VID. Yale býður einnig byrj­enda­nám­skeið um klassíska tón­list og Berk­lee College of Music í Boston er með gítar­kennslu fyrir byrj­endur. Nám­skeið í bók­menntum, bæði forn- og nú­tíma­bók­menntum, er hægt að taka hjá Harvard há­skóla. Mikið úr­val er af nám­skeiðum í tölvunar­fræði, stærð­fræði og gervi­greind, allt frá byrj­enda- upp í fram­halds­nám­skeið. Sama má segja um við­skipta­fræði, heim­speki og fé­lags­fræði. Nám­skeið fyrir heil­brigðis­starfs­fólk eru fjöl­mörg hjá Fu­tureLearn. Tæki­færin eru enda­laus. Það getur vissu­lega reynst erfitt við breyttar kring­um­stæður og ó­vissu í lífinu að hafa frum­kvæði að sjálfs­námi. En þó maður geri ekki annað en glugga í náms­efnið geta opnast nýjar víddir. Sjálf hef ég góða reynslu af af­slöppuðu gluggi sem hefur leitt mig inn í heil nám­skeið.

Ég hafði sér­stak­lega gaman af Science of Cooking frá Harvard þar sem vísinda­fólk og mat­reiðslu­fólk sam­einar krafta og skýrir leyndar­dóma á bak við vel­heppnaða – og mis­heppnaða(!) – mat­reiðslu. Mörg nám­skeiðin eru hugsuð sem fram­lag til endur- og sí­menntunar til að gera fólki kleift að styrkja sig í starfi og mæta á­kalli vinnu­markaðarins um sí­aukna og breiðari þekkingu. Mörgum hefur reynst hvetjandi að læra með vinum eða sam­starfs­fólki. Það hjálpar á tímum fé­lags­legrar ein­angrunar. Nám­skeiðin eru flest endur­gjalds­laus, en ef þátt­tak­endur vilja taka próf og fá skír­teini þarf að greiða gjald. Í Banda­ríkjunum eru fyrir­tæki byrjuð að viður­kenna slík skír­teini vegna ráðninga eða starfs­þróunar. Ís­lendingar eru ekki bara þiggj­endur á þessu sviði. Sér­fræðingar héðan hafa komið að gerð net­nám­skeiða þar sem þúsundir nem­enda víðs vegar um heim njóta ís­lenskrar sér­fræði­þekkingar.

For­seti Lækna­deildar Há­skóla Ís­lands fer um þessar mundir fyrir hópi for­svars­manna lækna­deilda nor­rænna há­skóla við þróun net­nám­skeiðs um ein­stak­lings­miðaðar lækningar (per­sona­lised medicine) í sam­starfi við Ís­lenska erfða­greiningu og Nor­ræna mann­erfða­fræði­fé­lagið. Land­græðslu­skóli Há­skóla Sam­einuðu þjóðanna, sem er sam­starfs­verk­efni Land­búnaðar­há­skóla Ís­lands, Land­græðslunnar og utan­ríkis­ráðu­neytisins, býður á­samt sam­starfs­aðilum nám­skeiðið Þróun við­skipta­líkans fyrir endur­heimt land­gæða. Há­skóli Ís­lands er aðili að edX­sam­starfinu og kennarar skólans miðla þekkingu gegnum nám­skeiðin Ís­lendinga­sögur, Eld­fjalla­vöktun og hreyfingar berg­kviku, Menningar­næmi í menntun, Kyn­gervi og sam­tvinnun og Sauð­fé í landi elds og ísa.

Síðast talda nám­skeiðið er kennt í sam­starfi við Land­búnaðar­há­skólann. Ekki má gleyma nám­skeiðum í ís­lensku (sem öðru tungu­máli) sem kennarar H.Í. hafa lengi boðið undir heitinu Icelandic On­line og hafa laðað að þúsundir nem­enda. Á­letrunin á strætó sem ég vísaði til í upp­hafi er góð á­minning um hvernig við getum nýtt tímann og tæknina til upp­byggingar, m.a. til að læra ný tungu­mál. Í gegnum ofan­greindar kennslu­veitur er ein­mitt hægt að læra ó­tal­mörg tungu­mál – ensku, frönsku, spænsku, kín­versku, norsku…