Skoðun

Tími til að leysa húsnæðisvandann

Á síðustu fjórum árum hefur húsnæði í Reykjavík hækkað um 50% í verði. Leiguverð fylgir kaupverði. Þrjú þúsund leiguíbúðum var lofað fyrir fjórum árum, íbúðum fyrir „venjulegt fólk“. Í dag eru 50 m2 íbúðir leigðar á 200 þúsund krónur. Og þakíbúð í fjölbýli er til sölu fyrir 400 milljónir króna. Já, 400 milljónir. Hvernig eiga þeir sem enga íbúð eiga að komast inn á markaðinn? Hvernig eiga kjósendur að treysta núverandi meirihluta fyrir því að vinda ofan af þeim vanda sem hefur orðið á þeirra vakt.

Ungt fólk á betra skilið

Það er aðeins ein leið til að sporna við þessari þróun sem heldur áfram ef ekkert breytist í kosningunum eftir rúma viku. Það er að auka framboð á lóðum borgarinnar til bygginga. Undanfarið hefur aðallega verið byggt á lóðum sem voru í eigu bankanna. Reykjavíkurborg úthlutaði afar litlu. Við munum breyta þessu. Bjóða fram spennandi búsetukosti í Örfirisey, BSÍ, og á Keldum. Þá munum við jafnframt klára hverfin. Þannig verður aftur hægt að líta á Reykjavík sem raunhæfan valkost fyrir fyrstu kaup.

Búa hjá foreldrum

Ungt fólk í Reykjavík býr í vaxandi mæli í foreldrahúsum. Þannig er því farið með tvo frambjóðendur okkar sem skipa 4. og 9. sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Þessir verðandi borgarfulltrúar eru báðir háskólamenntaðir en hafa þurft að búa hjá foreldrum sínum lengur þar sem húsnæðiskostnaður er of hár.

Núverandi borgarstjóri hefur ráðið ríkjum síðustu átta ár. Raunar er hann búinn að vera borgarfulltrúi í 16 ár. Núverandi stefna í húsnæðismálum hefur beðið skipbrot. Það er kominn tími til að leysa húsnæðisvandann, það er kominn tími til að breyta.

Borgarbúar eiga betra skilið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fastir pennar

Vitleysisgangur
Kolbrún Bergþórsdóttir

Skoðun

Menntastefna og færniþörf efnahagslífsins
Lilja Alfreðsdóttir

Skoðun

Kulnun og maraþon
Guðmundur Steingrímsson

Auglýsing

Nýjast

Hollustuhlaup
Guðmundur Brynjólfsson

Ertu api?
Sif Sigmarsdóttir

Ekki á nástrái
Kristín Þorsteinsdóttir

Upp við vegg
Hörður Ægisson

Verð, laun og lífshamingja
Þórlindur Kjartansson

Madonna
Þórarinn Þórarinsson

Auglýsing