Skoðun

Tími til að breyta

Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein?

Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.

Valdaþreyta kallar á breytingar

Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann.

Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn.

Nýtt upphaf

Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin.

Breytt aðalskipulag

Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Kósý jól
Lára G. Sigurðardóttir

Fastir pennar

Gulu vestin
Kolbrún Bergþórsdóttir

Fastir pennar

Jólin, börnin og dótið
Guðmundur Steingrímsson

Auglýsing

Nýjast

Í­vilnun vegna kol­efnis­bindingar
Ari Trausti Guðmundsson

Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur
Sigur­björn Árni Arn­gríms­son og Steinn Jóhanns­son

Blæbrigði
Sirrý Hallgrímsdóttir

Partí­leikur Sig­mundar Davíðs
Sif Sigmarsdóttir

Martröð
Kristín Þorsteinsdóttir

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Auglýsing