Næst­komandi laugar­dag, 5. júní verður kosið um sam­einingu Skútu­staða­hrepps og Þing­eyjar­sveitar.

Undan­farnar vikur og mánuði hafa verið haldnir fjöl­margir í­búa­fundir til að vinna að og kynna hvað í sam­einingu felst. Hver eru tæki­færin og hverjar eru ógnirnar.

Al­gengasta spurningin á þessum fundum er: Til hvers að sam­einast? Er þetta ekki bara í góðu lagi eins og þetta er?

Jú, ef ekkert breytist gæti ó­breytt á­stand alveg gengið, en stað­reyndin er sú að allt er breytingum háð og við lifum nú tíma hrað­fara breytinga, sam­fé­lags­legra og tækni­legra. Við trúum því að við slíkar kring­um­stæður sé betra að taka frum­kvæðið og skapa þróun í stað þess að verða fórnar­lömb hennar.

Starf­semi sveitar­fé­laga gerist sí­fellt flóknari og kallar á meiri sér­hæfingu og þekkingu starfs­fólks og meiri tíma og skuld­bindingu kjörinna full­trúa.

Við teljum að með sam­einingu fái svæðið meira vægi og slag­kraft gagn­vart ríkis­valdinu, sem og í þeim sam­starfs­verk­efnum sem sveitar­fé­lögin eru þátt­tak­endur í. Við höfum í raun fundið það nú þegar, meðal annars í gegnum Ný­sköpun í norðri, að þegar við leggjumst saman á árarnar náum við betri árangri í því að draga fólk, fjár­magn og þjónustu að svæðinu í heild sinni.

Það er niður­staða sam­starfs­nefndar um sam­einingu að ekki sé á­stæða til að breyta starfs­stöðvum leik-, grunn- og tón­listar­skóla frá því sem nú er. Að því gefnu að sam­eining verði sam­þykkt og fjöldi barna haldist svipaður. Hins vegar gætu skapast tæki­færi til að bæta stoð­þjónustu við skólana og nem­endur og auka sam­vinnu nem­enda, kennara og starfs­fólks skólanna þriggja. Raunar er það svo að með þróun tækninnar í skóla­starfi hafa opnast nýjar víddir hvað snertir skapandi sam­starf og kennslu­fræði­legar nýjungar. Þá eru marg­vís­leg tæki­færi til eflingar fé­lags-, í­þrótta- og menningar­starfs ung­menna þessu tengd.

Hvað varðar stjórn­sýsluna er gert ráð fyrir því að starfs­stöðvarnar verði tvær, en stjórn­sýslan not­færi sér staf­ræna tækni til að færa þjónustuna nær í­búum og auka mögu­leika þeirra á því að hafa á­hrif og verða virkari þátt­tak­endur í mótun sam­fé­lagsins. Eins má gera ráð fyrir því að starfs­menn stjórn­sýslunnar verði ekki eins bundnir stað og tíma og nú er. Þetta er eitt af því sem Co­vid hefur dregið fram og skapar fjöl­mörg tæki­færi til mótunar fjöl­skyldu­væns vinnu­um­hverfis.

Nú liggur fyrir Al­þingi frum­varp um eflingu sveitar­stjórnar­stigsins. Í upp­haf­legri gerð þess var gert ráð fyrir því að lög­binda lág­marks í­búa­fjölda sveitar­fé­laga. Nú er gert ráð fyrir að horfið verði frá þeirri að­ferða­fræði en þess í stað teknir inn aðrir hvatar og mæli­kvarðar sem þjóni svipuðum til­gangi, enda er víð­tækur stuðningur við eflingu sveitar­stjórnar­stigsins.

Í þessu á­taki til eflingar sveitar­stjórnar­stigsins hefur verið aukið veru­lega það fjár­magn sem stendur þeim sveitar­fé­lögum sem á­kveða að sam­einast, til boða. Fjár­magn til að þróa og efla stjórn­sýslu og þjónustu við íbúa, fjár­magn til skulda­jöfnunar og verk­efna sem til fram­fara horfa. Þannig má gera ráð fyrir að verði þessi sam­eining sam­þykkt fái nýtt sveitar­fé­lag um 500 milljónir úr þessum sjóði.

Það er ljóst að kosningarnar 5. júní eru þessu svæði afar mikil­vægar. Mikil­vægast af öllu er að kosninga­þátt­taka við á­kvörðun sem þessa sé góð svo niður­staðan endur­spegli al­mennan vilja fólksins. Það er jú fólkið sem ræður.