Ég hef ekki skilið á­kafa for­ráða­manna í að gera þriðjung lands að stærsta þjóð­garði „National Park“ Evrópu sem margir hafa verið ó­sáttir við og ekki blandað mér fyrr í um­ræðuna.
Mikil­vægi þjóð­garðs liggur hvorki í stærðar­prósentu­hlut­falli né stærðar­saman­burði. Ég fór fyrst ný­lega að kynna mér frum­varp og rök flytj­enda fyrir há­lendis­þjóð­garði og varð hreint út sagt agn­dofa yfir vit­leysunni.

Al­mennt er talið að Yellow­stone í Banda­ríkjunum sé fyrsta svæðið sem var skil­greint sem „National Park“ en fyrsta svæðið sem í raun var frið­lýst var fyrir framan El Capitan klettinn í Yo­semite dalnum í Kali­forníu, en síðar var allt svæðið skil­greint sem „National Park.“
Við fjöl­skyldan nutum þess við tæp­lega 9 ára dvöl í Banda­ríkjunum og síðari heim­sóknir að heim­sækja nokkra af þekktustu „National Parks“ í Banda­ríkjunum og þekkjum því vel hug­mynda­fræðina og skil­greiningar sem þaðan eru runnar.

Í al­þjóð­legri skil­greiningu á „National parks“ segir í stuttu máli;
„National Parks pro­vi­de a safe home for nati­ve plants and animals“. Laus­lega þýtt; „National Parks“ tryggja öruggan að­búnað náttúru­legra jurta og dýra.
Og; „commercial exploita­tion of natur­al resources in a national park is il­legal.“ Laus­lega þýtt; við­skipta­legar nytjar náttúru­legra auð­linda í „National Park“ eru ó­lög­legar.

Í stuttu máli er „National Park“ varð­veisla ó­snortins lands og líf­ríkis.

Í frum­varpi flytj­enda frum­varpsins er talað um á­fram­haldandi „nytjar“ svo sem fugla- og hrein­dýra­veiði, bú­fjár­beit, að­komu land­græðslu og skóg­ræktar!
Þessi at­riði eru eins fjarri skil­greiningu á „National Park“ eins og mögu­legt er. Stanga­veiði í ám eða vötnum gæti leyfst, einkum ef sleppt er. Skot­veiði fugla, hvað þá hrein­dýra, er fá­rán­leg. Beitar­notkun er ekki sam­rýman­leg. Að­koma land­græðslu og skóg­ræktar er fjar­stæða.

Sprengi­sandur verður alltaf á sínum stað og má skil­greina sem þjóð­garð. Hann verður varla keyptur af er­lendum auð­manni eins og bú­jarðir bestu lax­veiði­áa á Norð­austur­landi sem ríkis­valdið blessar yfir og hefur gert að stærsta land­eig­anda á Ís­landi.
Al­þingi getur af van­þekkingu gefið hvaða land­skika sem er nafnið „þjóð­garður“ en slíkt svæði mun aldrei njóta al­þjóð­legar viður­kenningar fremur en Þing­vellir á sínum tíma með gróður­settum barr­trjám.

Höfundur er læknir, ljósmyndari og þjóðgarðsunnandi