Opið bréf til biskups Ís­lands, dóms­mála­ráð­herra og söng­mála­stjóra þjóð­kirkjunnar

Það var mér mikið á­fall að fá þær fregnir að sóknar­nefnd Hall­gríms­sóknar hefði gert starfs­loka­samning við kantor kirkjunnar, Hörð Ás­kels­son, og þar með valdið eins konar stór­slysi í ís­lensku tón­listar­lífi. Með Herði hverfa á braut kórar kirkjunnar og tæp­lega 40 ára upp­bygging kirkju­legs lista­starfs í Hall­gríms­kirkju leggst af í einu vet­fangi. Tón­listar­starf Hall­gríms­kirkju hefur verið upp­eldis­stöð ótal lista­manna í gegnum árin, mín þar á meðal. Því er ekki ein­göngu vegið að tón­listar­starfinu hér og nú heldur er kippt í burtu einum af máttar­stólpum ís­lensks lista­lífs með ó­fyrir­sjáan­legum af­leiðingum um ó­komna fram­tíð.

Stundum virðist manni að sums staðar innan kirkjunnar sé litið á tón­listina sem ein­hvers konar auka­af­urð; mysuna sem hellt er út þegar osturinn er til­búinn. Kirkjur eru vissu­lega reistar til trúar­iðkunar en það vill gleymast að tón­list hefur alla tíð verið ó­rjúfan­legur hluti helgi­halds, allt frá söng­lesi og gregor­söng yfir í stór­virki kirkju­tón­bók­menntanna, hvort sem þau eru eftir Bach og Händel eða tón­höfunda sam­tímans. Er til sú kirkju­at­höfn sem ekki notar tón­list á ein­hvern hátt?

Þrátt fyrir þetta læðist stundum að manni sá grunur að innan kirkjunnar geri menn sér ekki fulla grein fyrir þeim miklu menningar­verð­mætum sem felast í tón­listar­starfi hennar. Tón­listar­starf sem byggt hefur verið upp í fjölda ára felur nefni­lega í sér gífur­leg menningar­verð­mæti eins og tón­listar­starf Hall­gríms­kirkju í marga ára­tugi ber með sér. Sú dýr­mæta hefð og fag­mennska sem slíkt starf getur af sér smitar út frá sér til nýrra kór­fé­laga og myndar þá frjóu mold sem kirkju­söngvarar, organ­istar og tón­skáld fram­tíðarinnar spretta upp úr. Þetta er ó­rjúfan­legur hluti af hring­rás tón­listar­lífsins og þar með kirkju­tón­listarinnar og helgi­haldsins. Þjóð­kirkjan, ef hún á að standa undir nafni sem slík, ber sið­ferði­lega skyldu til að hlúa að þeim menningar­verð­mætum sem verða til innan veggja hennar rétt eins og henni ber skylda til að hlúa að byggingum kirkjunnar og kirkjumunum. Getur verið að endur­skoða þurfi Tón­listar­stefnu þjóð­kirkjunnar, Starfs­reglur um kirkju­tón­list á vegum þjóð­kirkjunnar (nr. 1074/2017) og lög um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkjunnar (nr. 78/1997, 26. maí) með það í huga að menningar­verð­mæti sem þessi verði tryggð til fram­tíðar án til­lits til þess hvort organ­isti eða kór­stjóri hættir – af hvaða or­sökum sem það kann að vera? Það væri æski­legt að kirkjan sendi þau skila­boð að tón­listar­starf innan veggja kirkjunnar, bæði innan og utan helgi­halds, sé metið að verð­leikum.

Dæmið um Hall­gríms­kirkju er þó um margt ein­stakt. Hún er ekki einungis stærsta kirkja landsins heldur er hún einnig tákn­mynd Reykja­víkur og fjöl­sóttasti ferða­manna­staður borgarinnar. Sökum stærðar sinnar er hún svo til eina kirkja landsins sem getur hýst stærri út­farir eða fjöl­sóttar hjóna­vígslur og það gerir hana að kirkju allra lands­manna. Hún hýsir einnig stærsta hljóð­færi landsins sem skipar henni ein­stakan sess sem tón­leika­hús, ekki síst þegar um flutning á stórum trúar­legum verkum er að ræða sem ekki einu sinni risa-tón­leika­hús eins og Harpa geta skákað. Hvernig sem á það er litið er Hall­gríms­kirkja því allt annað og meira en sóknar­kirkja þeirra sem búa í Þing­holtunum. Hún er kirkja sem fólk sækir langt að, bæði til kirkju­legra at­hafna en ekki síður til menningar­við­burða. Á­byrgð þeirra sem þar stjórna er því meiri en stjórn­enda venju­legrar sóknar­kirkju.

Hall­gríms­kirkja þarf því að fá skil­greint annað hlut­verk innan þjóð­kirkjunnar heldur en að vera einungis sóknar­kirkja ör­fárra borgar­búa. Mál­efni hennar koma miklu fleirum við en þeim sem fyrir til­viljun búa innan sóknar­markanna. Hún gæti jafn­vel hlotið sess sem ein­hvers konar þjóðar­helgi­dómur. Er það ekki svo­lítið yfir­drifinn titill? kann ein­hver að spyrja. Þessi titill er hins vegar ekki frá mér kominn heldur er það titill heima­síðu Hall­gríms­kirkju sem finnst slái maður inn nafn hennar í leitar­vél: Hall­gríms­kirkja –þjóðar­helgi­dómur á Skóla­vörðu­holtinu. Það segir sitt­hvað um það hvernig prestar og stjórn­endur Hall­gríms­kirkju upp­lifa hlut­verk hennar. Það er ó­tækt að þjóðar­helgi­dómnum sé stjórnað af nokkrum ein­stak­lingum úr hverfinu sem eru með afar veikt lýð­ræðis­legt um­boð og bera litla virðingu fyrir menningar- og lista­starfi kirkjunnar.

Hugi Guð­munds­son, tón­skáld