Saga Al­þing­is er sam­of­in þjóð­ar­sög­unn­i. Best­u syn­ir og dæt­ur þjóð­ar­inn­ar hafa set­ið í stein­hús­in­u við Aust­ur­völl og vél­að um ör­lög og af­kom­u fólks­ins í land­in­u.
Marg­a dreym­ir um að kom­ast á þing enda um þæg­i­leg­a inn­i­vinn­u að ræða. Góð laun og ágæt frí ein­kenn­a þing­mennsk­un­a. Þeg­ar pól­it­ísk­um ferl­i lýk­ur fá marg­ir send­i­herr­a­stöð­u í sár­a­bæt­ur.

Um þess­ar mund­ir raða flokk­arn­ir á list­a sína vegn­a kom­and­i kosn­ing­a. Mig hef­ur allt­af dreymt um að kom­ast á þing. Ég fór í fram­boð fyr­ir Al­þýð­u­flokk­inn sál­ug­a árið 1987 en komst ekki einu sinn­i í for­dyr­i þing­húss­ins.

Í yf­ir­stand­and­i upp­still­ing­um og próf­kjör­um er eng­inn á­hug­i fyr­ir hress­um ell­i­líf­eyr­is­þeg­a. Sam­fylk­ing og VG leggj­a mest­a á­hersl­u á fram­boð mennt­aðr­a og skel­eggr­a kvenn­a á góð­um aldr­i. Ein­ung­is. mjúk­ir karl­menn með hreint sak­a­vott­orð í ást­a­mál­um eiga mög­u­leik­a á sæti. Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Fram­sókn leit­a bara eft­ir fram­bjóð­end­um með­al inn­múr­aðr­a flokks­mann­a.

Sós­í­al­ist­ar eru eins manns flokk­ur sem stendur og fell­ur með fac­e­bo­ok-færsl­um for­ingj­ans. Flokk­ur fólks­ins stjórn­ast af tár­um formannsins. Fram­boðs­mál Við­reisn­ar eru jafn ó­ljós og stefn­u­skrá flokks­ins. Eini flokk­ur­inn sem ger­ir rúm­leg­a mið­aldr­a karl­mönn­um hátt und­ir höfð­i er Mið­flokk­ur­inn. Upp­stillt mynd af þing­flokkn­um minn­ir á svart­klædd­an karl­a­kór með ein­um kven­pí­an­ist­a. Öll þing­sæt­in eru því frá­tek­in fyr­ir löng­u.

Elli­líf­eyr­is­þeg­i með þing­mann í mag­an­um á enga mög­u­leik­a. Hver kýs rosk­inn mann sem lif­ir og hrær­ist í heim­i Sturl­ung­u og kann ekki að hand­leik­a golf­kylf­u?
Egil afa minn Skall­a­gríms­son lang­að­i á þing í ell­inn­i en komst ekki frek­ar en ég. Dul­ar­full öfl gera það að verk­um að von­ir og þrár okk­ar afa verð­a aldr­ei að raun­ver­u­leik­a.