Stóri plokk­dagurinn var nú á dögunum en það var í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn há­tíð­legur. Plokk á Ís­landi heldur úti virkum hópi á sam­fé­lags­miðlinum Face­book þar sem um sjö þúsund með­limir deila myndum af sínu plokki og sinni úti­vist.

Vitan­lega er hópurinn mis­virkur en það er alveg aug­ljóst öllum sem það vilja sjá að það stór­sér á helstu þétt­býlis­stöðum landsins. Stóri Plokk­dagurinn markar upp­haf á því sem færist inn í hreinsunar­vikur hjá f lestum sveitar­fé­lögum landsins. Plokkið er sannar­lega verk­efni sem fegrar og ein­faldar um leið verk­efni sveitar­fé­laganna.

Við sem plokkum erum á einu máli um það að breytingar sem gerðar voru á lögum um af­hendingu á fríum plast­pokum hafa skilað sér. Inn­kaupa­pokar og litlu á­vaxta­pokarnir sem voru mjög and­styggi­legir viður­eignar eru svo gott sem horfnir úr náttúrunni og það eru í raun al­gjör tíma­móta­tíðindi.

Næsta skref í átt að bættri um­gengni og ó­þarfa rusli í um­hverfinu okkar er bann á flutningi rusls eða létta­varnings á opnum kerrum eða pall­bílum. Það er skelfi­legt að horfa á eftir rusli fjúkandi af kerrum og vöru­bílum, jafn­vel á leiðinni í urðun. Það á stóran þátt í því hversu ó­endan­lega sóða­legt er í kringum okkar stærstu um­ferðar­mann­virki. Um­ferðar­eyjur, gróður á hring­torgum, vegrið, hljóð­manir og gróður í veg­köntum um alla borg eru stút­full af plasti, pappa og öðru ó­geði sem er okkur öllum til skammar.

Þessi svæði sem ég nefni hér að ofan eru ekki svæði fyrir ein­stak­linga eða gras­rótar­sam­tök að þrífa. Há­marks­hraði á þessum stöðum er oftast 50 km eða hærri. Þetta eru svæði fyrir at­vinnu­fólk að taka og bæði vega­gerð og sveitar­fé­lög þurfa bæði að auka tíðni þrifa og ef la þau á þessum svæðum. Í hruninu voru gerðar alls kyns breytingar á um­hirðu á þessum svæðum sem löngu er tíma­bært að færa í fyrra horf eða jafn­vel enn betra horf.

Í ár var snjó­mokstur og tengd starf­semi í sögu­legu lág­marki, þess vegna langar mig að hvetja sam­göngu­ráð­herra, borgar- og bæjar­stjóra að skilja brot af þeim sparnaði eftir „í vegar­kantinum“ og efla þrif í kringum helstu um­ferðar­æðar landsins. Úr­ræði ríkis­stjórnarinnar eru sér­stak­lega vel til þess fallin að kalla inn mann­skap bæði hjá vega­gerð og sveitar­fé­lögum. Þá eru undir­verk­takar sveitar­fé­laganna í þessum verk­efnum örugg­lega mjög vel í stakk búnir að taka á sig meiri verk­efni þessu tengd.

Eftir Stóra plokk­daginn erum við komin á ó­trú­lega gott skrið inn í sumarið. Nú þurfa Vega­gerð, borgin og sveitar­fé­lög að koma inn í vorið af fullum krafti og „virkja vegar­kantana“. Því eftir höfðinu dansa limirnir og ef fólk keyrir til og frá vinnu í um­hverfi þar sem allt er í drasli þá hefur það letjandi á­hrif á fólk. Að hafa allt í drasli er strangt til tekið ekki um­hverfis­mál, heldur hrein­lega sjálfs­virðingar­mál.

Þetta er okkar um­hverfi, þetta er okkar fram­tíð.