Skoðun

Tengsl snjall­síma, kvíða og þung­lyndis

Samkvæmt rannsókn sem birt var í nóvemberhefti Pediatrics journal á árinu 2016 eru tengsl á milli aukinnar tíðni þunglyndis, einkum á meðal unglingsstúlkna, og notkunar samskiptamiðla í snjallsímum.  Þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar hér á landi staðfesta jafnframt stóraukinn kvíða og þunglyndi meðal unglingsstúlkna og unglingsdrengja.  Af einhverjum ástæðum ýtir notkun samskiptamiðlanna undir óheilbrigða sjálfsmynd ungmenna.  Þessar staðreyndir ættu að fá marga foreldra til að hugsa sinn gang, en notkunin virðist hins vegar vera svo útbreidd að það virðist sem foreldrum sé það um megn að taka á vandamálinu.

Ég fylltist nokkurri von þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi lagði fyrr á þessu ári fram tillögu í borgarstjórn um að snjallsímar yrðu bannaðir í skólum borgarinnar. Ég hugsaði með mér, að það hjálpaði að minnsta kosti börnunum, að vera laus við símana yfir stærsta hluta dagsins. 

Viðbrögð fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn ollu mér hins vegar verulegum vonbrigðum. Og meiri segja Sjálfstæðismenn sem hafa í gegnum tíðina stutt allar framfarir í menntamálum létu hræðsluna við að vera gagnrýndir ná yfirhöndinni.

Sveinbjörg Birna virðist því vera eini borgarfulltrúinn sem er tilbúinn að veita þessu nauðsynlega máli brautargengi.  Ég hef þess vegna ákveðið að greiða henni atkvæði mitt í borgarstjórnarkosningunum 26. maí nk. og kjósa X-O fyrir Borgina okkar – Reykjavík.

Guðrún Olga Gústafsdóttir 
sjúkraliði, snyrtifræðingur og ljósmyndari. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Fjár­mögnuð sam­göngu­á­ætlun
Þórunn Egils­dóttir og Willum Þór Þórs­son

Skoðun

Lömbin jarma
Brynhildur Björnsdóttir

Skoðun

Vin­ur er sá er til vamms seg­ir
Þórarinn Ævarsson

Auglýsing

Nýjast

Hið ómögulega
Anna Lísa Björnsdóttir

Hrækt og hótað
Kolbrún Bergþórsdóttir

Furðulegar skoðanir
Guðmundur Steingrímsson

Síðbúin íhaldssemi
Sigríður Andersen

Nauðsynleg styrking innviða
Svandís Svavarsdóttir

Hverfandi stofn
Guðmundur Brynjólfsson

Auglýsing