Skoðun

Takk, Lilja

Margar konur hafa sjálfsagt orðið fyrir barðinu á ofbeldismönnum og orðið að þola gerðir þeirra og bera sorg sína einar. 

Þegar ég var að hlusta á þig í gær blossaði upp reiðin og sorgin, að þau viðhorf sem birtast í tali þingfólksins á barnum skuli enn fyrirfinnast á Íslandi.

Ég var í barnaskap mínum og trú á manneskjuna að vona að ofbeldisfólk sem enn býr á Íslandi hafi endurskoðað viðhorf sín og hugsanir í haust er leið þegar mikil og heiðarleg umræða var hér á vegum #metoo hreyfingarinnar.

En sterkari en reiðin sem hefur heltekið mig nú í byrjun aðventu er þakklæti mitt til þín. Í viðtalinu við þig í Kastljósinu gafst þú þessu fólki rétta einkunn, ofbeldismenn eru þeir og ofbeldismenn skulu þeir upp frá þessu og ævinlega heita.

Þú talaðir fyrir allar konur aldanna sem hafa orðið að þola ofbeldi og valdbeitingu og höfðu aldrei sterka, glæsilega, unga konu sem neitaði að brotna og sagði ofbeldismönnunum sannleikann um þá, sagði þeim að þeir væru ofbeldismenn og hefðu ekkert dagskrárvald á Íslandi.

Kærar þakkir, Lilja og góðar kveðjur.

Bryndís Víglundsdóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Góð verkfærakista fyrir frumkvöðla
Friðrik Friðriksson

Skoðun

Fyrirtækjum gert skylt að upplýsa um meira en aðeins fjárhaginn
Soffía Sigurgeirsdóttir

Skoðun

Vöxtur rafíþrótta
Björn Berg Gunnarsson

Auglýsing

Nýjast

Margþættur ávinningur af sölu bankanna
Páll Harðarson

Haldið að sér höndum
Kristrún Frostadóttir

Lestrarhestar
Kolbrún Bergþórsdóttir

Hug­leiðingar um brott­fall kjara­ráðs
Haukur Haraldsson

Hvers vegna hvalveiðar?
Úrsúla Jünemann

Fyrsta heilbrigðisstefnan?
Ingimar Einarsson

Auglýsing