Skoðun

Takk, Lilja

Margar konur hafa sjálfsagt orðið fyrir barðinu á ofbeldismönnum og orðið að þola gerðir þeirra og bera sorg sína einar. 

Þegar ég var að hlusta á þig í gær blossaði upp reiðin og sorgin, að þau viðhorf sem birtast í tali þingfólksins á barnum skuli enn fyrirfinnast á Íslandi.

Ég var í barnaskap mínum og trú á manneskjuna að vona að ofbeldisfólk sem enn býr á Íslandi hafi endurskoðað viðhorf sín og hugsanir í haust er leið þegar mikil og heiðarleg umræða var hér á vegum #metoo hreyfingarinnar.

En sterkari en reiðin sem hefur heltekið mig nú í byrjun aðventu er þakklæti mitt til þín. Í viðtalinu við þig í Kastljósinu gafst þú þessu fólki rétta einkunn, ofbeldismenn eru þeir og ofbeldismenn skulu þeir upp frá þessu og ævinlega heita.

Þú talaðir fyrir allar konur aldanna sem hafa orðið að þola ofbeldi og valdbeitingu og höfðu aldrei sterka, glæsilega, unga konu sem neitaði að brotna og sagði ofbeldismönnunum sannleikann um þá, sagði þeim að þeir væru ofbeldismenn og hefðu ekkert dagskrárvald á Íslandi.

Kærar þakkir, Lilja og góðar kveðjur.

Bryndís Víglundsdóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Þorsteinn drómundur
Óttar Guðmundsson

Fastir pennar

Kæri Jón
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Fjáraustur
Kristín Þorsteinsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Varúð: Tótó-kúrinn
Þórarinn Þórarinsson

Tímafrekur forstjóri
Þórlindur Kjartansson

#brúumbilið
Hildur Björnsdóttir

Taktleysi
Hörður Ægisson

Stöndum saman – stöðvum svindl!
Begga Rist og Sveinn Atli Gunnarsson

Krabbameinsvaldandi efni
Teitur Guðmundsson

Auglýsing