Eftir að lesa um starf Sorgarmiðstöðvar, og hafa upplifað heilmikið af þeim sorgum. Í mínu tilfelli að hafa fæðst fyrir miðju síðustu aldar var að maður átti að „Bera harm sinn í hljóði“. Krafa sem ég upplifði sem mannlega óholla og kalla að fólki var ætlað að bæla, kyngja og svæfa allar tilfinningar. Við að lesa þá grein, sá ég að sá hluti sorga, er bara viss hluti, en samt mjög stór hluti sorga.

Svo eru það aðrar sorgir um hluti sem ekki mátti ræða um aldir. Eins og til dæmis að fæðast foreldrum sem vildu annað líf en verða foreldrar, og höfðu aðra drauma um líf sitt. Samt urðu börn til þegar kynhvötin hafði náð meiri völdum sem var fyrir daga góðra getnaðarvarna, en hugræna og rökræna ákvörðunin um að láta starfs-frama-draum rætast. Og þeim skipað að giftast út af því sem var getnaður minn.

Mér var svo, eins og þeim, ýtt í að „finna mann og skaffa þegna“. Og það líka af frænku. En ég hafði fengið svipuð skilaboð frá móður minni. Algera eyðingu á virði mínu sem mannveru, sem ég skildi ekki áhrifin af til fulls fyrr en meira en hálfri öld síðar.

Áfall af magni neikvæðni í minn garð sem taugakerfin í líkamanum kúpluðu yfir í að setja mig í einskonar hálfgert-vélmennisástand, í stað þess að láta mig deyja úr hjartaáfalli á stað og stund árása.

Þær kringumstæður að hafa virði mitt gert að engu og hafa orku þess á bakinu með orkulegum þrýstingi frá þeim til að ég yrði að finna mér mann, ýtti mér í sömu stöðu og foreldrar mínir höfðu lent í, gerði það að verkum að það samband skapaðist ekki frá að vera ást-fanginn, heldur frá orkulegu þyngdarlögmáli sem í öðrum orðum er að það voru sömu kringumstæður í gangi við getnað og fæðingu okkar beggja. Kunnugleg orka en ekki ást eins og reiknað er með að sé.

Ég skildi það auðvitað ekki til fullnustu fyrr en blessaður maðurinn dó fyrir nokkrum árum síðan, hvernig það hafði allt verið. Samt hafði ég fyrst vaknað til þess að hann hafði viljað nýja móður, þó að ég hafi vitað að hann ætti góða móður. En hann hafði ekki tengst henni þeim tilfinningaböndum sem við öll þráum, frekar en ég minni. En ég var ekki viljug til að vera móðir hans, af því að ég vildi samvinnu sem var ekki föl.

Þau fjögur atriði sem drógu okkur saman voru: 1. við vorum bæði slysagetnaðir, ekki óskabörn. 2. Við áttum bæði feður okkar í Ameríku við fæðingu, og kom minn til baka en ekki sá sem feðraði hann. En hann fékk góðan stjúpföður sem hann virtist samt ekki hafa náð réttri tengingu við. Stjúpfaðir sem vildi honum allt það besta.3.

Hvorugt okkar tengdist móðurinni tilfinningaböndum. 4 Við tengdust bæði móðurömmum okkar, og ég afa af því að hann var á lífi þá.

Það verður þá fyrir mörgum eins og hjá okkur, sorgin um að hafa ekki fengið þá móður eða þann föður sem kerfið taldi öllum trú um að þau ættu að hafa. Og áætluðu að allir byggju við, sem voru samt ekki að upplifa það.

Þá voru engar forræðisdeilur í gangi

og spurningin er hvort þær bæti stöðu og líðan barna

Forræðisdeilur nútímans eru nýtt fyrirbæri og allt í þeim hluti af þeim sorgum. Því að þegar ég skildi við fyrri manninn minn árið 1977 var ekkert slíkt í gangi.

Það voru engar ráðstafanir þegar ég skildi við manninn til að sjá um að það foreldri sem hefði börnin afhenti þau föður. Ég hafði það opið af minni hálfu að hann væri í lífi þeirra og tæki þau út. En hann sýndi lítinn áhuga, og tók þau bara í þrjú skipti eða svo. Það hefði ekki þýtt að sekta blessaðan manninn fyrir það. Hann var ekki ríkur. Svo er ekki hægt að kaupa hjartatengingu í föður sem hefur engar slíkar þrár í sér til að halda tengslum við börnin sín.

Þá er þar önnur sorg sem blessuð börnin búa við, og það er að vita að faðir þeirra hafi hafnað þeim og ekki viljað neitt með þau hafa að gera.

Það er langtíma eigin innri höfnun í þeim börnum sem getur gengið á í langan tíma og er sorg sem hafði enga umræðu á mínum tímum.

Það eru ótal afbrigði sorga í slíkum kringumstæðum. Sorga sem ekki var talað um fyrir hálfri öld. Tilfinningar sem þá urðu að finna sér einhver hólf í heila og líkama og stundum bara í líkamanum.

Það eru trúlega ansi mörg börn á Íslandi og víðar sem hafa haft slíkar sorgir og aðrar hliðstæðar frá höfnun foreldra á einn og annan hátt hvort sem þeir voru undir sama húsþaki eða ekki.

Svo voru það þau börn sem upplifðu mismeðferð af ýmsu tagi af foreldrum. Andlega, tilfinningalega, en á Íslensku er það í sama geiranum þegar í raun sumir foreldrar gera það meira á röksviði, en aðrir á tilfinningasviði.

Svo eru það þeir foreldrar eða aðrir sem misnota þau kynferðislega. Ég vitnaði barsmíðar föður á börnum sínum á árunum 1957 til 1959. Hegðun sem börn gátu ekki opnað munninn um á þeim tímum. Sem barn og unglingur og áfram var ég að vitna mismeðferð á börnum á öðrum heimilum en hafði ekki rétt til að hafa rödd og öskra og skipa viðkomandi foreldri til að stoppa. Það er mikil sorg að vitna og þegja yfir í svo langan tíma.

Börn gátu ekki tjáð sig við aðra um slíkt og foreldrar á þeim tímum sem ég vitnaði mismeðferðina, töldu trúlega að það væri að gerast á öllum heimilum svo að ég var ekki einu sinni beðin um að þegja, en upplifði enga möguleika til að segja frá því.

Kannski geta börn ekki heldur kvartað yfir slíku enn þann dag í dag vegna þess hversu háð þau eru foreldrunum. Og of nálægt þeim þannig að þau eru oft ófær um að fjarlægja sig tilfinningalega frá því foreldri til að gera athugasemd við það um mismeðferðina og kenna sjálfum sér um meðvitað eða ómeðvitað.

Það er einnig sorglegt að hafa móður og ættingja skera allt virði sitt sem ungrar konu niður á núll og segja að ég hefði ekkert virði sem mannvera á þessari jörðu nema á forsendum þess að einhver karlmaður vildi fara í rúmið með mér.

Tímar of mikillar hlýðni til kerfisins og tilfinningalegur kostnaður þess

Seinna geta aðrar kringumstæður birst, og gerðist í mínu tilfelli, að ég hitti réttan aðila sem kom hinum megin frá á hnettinum, sem var alger lífsgjöf fyrir mig.

Þekking hans og skilnaður á dýpri hliðum í mannlegu lífi og lögmálum ferlis orsaka og afleiðinga frá því hvað hafði gerst áður þegar enginn mátti gagnrýna hegðun foreldra veitti mér farveg inn í mína réttu framtíð. Það varð opnunin fyrir mig til að finna sjálfa mig, eftir að hafa upplifað mig sem einskonar vélmenni í svo mörg ár.

Tilverustig sem var auðvitað frá að hafa ekki fengið rétt til að fá þann tíma til að finna hvað ég ætti að gera við líf mitt. Ástand sem ég náði ekki að setja doppurnar almennilega saman um, fyrr en meira en hálfri öld síðar, þegar ég hafði náð að snúa heilmiklu við til hins betra, og skildi þá að það hafði ekki verið til innsýn og skilningur á reynslu minni fyrr en þá.

Fyrir konu sem þá ekki einu sinni vöknuð til sjálfrar mín sem, svo að ég var ekki komin á það stig í sjálfri sér til að vita einu sinni hvort og ef og hvenær hún myndi vilja verða móðir eða ekki, en endaði samt á því að fæða tvö fín börn í heiminn. Það sama myndi eiga við um ótal konur í heiminum sem fæddust um miðja síðustu öld og áður, eins og var með mig.

Þá á sú kona mikilvægan kafla eftir af sjálfri sér til að læra hver hún sé í raun, annað en það sem aðrir töldu að hún ætti að vera. Viðhorf í sumum sem var greinilega um að sjá hana og þar á meðal mig þá, eins og var og er með milljónir stúlkna enn þann dag í dag víða um heim. Það að sjá okkur ekki sem neitt meira en spendýrin, kvendýr dýraríkisins.

Til að fá það tækifæri opnast til að fá að vera einstaklingur með eigin rétt til lífsferðar, þá þarf réttur aðili að koma inn í líf manns. Það gerðist í mínu tilfelli. Þá er mæðra eða réttara sagt barnapíu ábyrgðin og tilfinningin komin til hliðar í bili.

Það voru atriði í æsku minni sem höfðu sett eitt og annað í lífsreynslu líkama míns í langtíma bælingu, frestun og geymslu. Þess vegna hafði ég svo ekki haft getnaðarfærakerfið æpa á köllun um getnað þegar ég var um tvítugt.

Síðan eru það greinilega miklar sorgir í þeim sem þrá að fá börn inn í líf sitt en geta það ekki. Það er annarskonar sorg, sem ég hef ekki upplifað.

Hinar nýju barneignaleiðir skapa svo trúlega seinna enn aðrar tegundir sorga

Í víðbót við það allt, eru svo hinar nútímalegu nýju flækjur gervifrjóvgana sem eru að birtast. Sem eiga trúlega eftir að kalla upp spurningu sem kemur upp seinna þegar barnið fer að hugsa og upplifa sig sjálft sem einstakling og skynjar að það sé ekki nærri nógu líkt þeim sem ólu þau upp. Svo að ef þeim hefur verið sagður sannleikurinn geti þeim samt langað til að vita í raun og hitta mannverurnar sem hafi skaffað sæðin og eggin.

Fyrstu gervifrjóvgunar börn hér í Ástralíu komu í sjónvarp fyrir nokkrum árum með mótmæli um leynd á því hvaðan hráefnið í þau kæmi, og það frá mannréttinda atriðinu um að eiga rétt á að vita hvaðan hold þeirra og blóð kæmi, sem og aðrir hlutir í þeim.

Þau enduðu á að fá alla vega sumu af atriðum um leynd varðandi sæðisgjafa lyft af í lögum. Það var vegna spurninga um heilsuvandamál sem önnur atriði þó að flestum þeirra hafi verið sagt hvernig þau urðu til.

Framtíðin á svo eftir að sýna hvernig börn sem staðgöngumæður hafa gengið með upplifa sig, og aðrir foreldrar alið upp sem telja sig egg og sæðisgefanda. Hvaða tilfinningalega veganesti kemur frá því móðurlífi? Hvernig munu þau börn upplifa sig og hver gæti sorg þeirra orðið? Hin mikla spurning er af hverju er blóðtenging séð sem það mikilvæg þegar svo margir einstaklingar, eins og ég vitum hvaðan hold okkar og blóð kom frá, en upplifum ekki þesskonar tengingu við þau blóðtengdu, sem fullyrt hefur verið um að væri tryggt?

Hvar endar blóðtenging

og hvenær hittir sálartenging betur?

Trú á að sæðis og egg-gjafar tryggi góð sambönd í gegn um lífið er ekki alger sannleikur. Hvar kemur sálartengingin inn, versus blóð. Blóðtenging er ekki alltaf það háa öryggi fyrir tengslum, eins og oft er talið og einstaklingar geta upplifað margskonar andlega örðugleika og sorg frá því og ekki síst ef þau vita aldrei hver sæðis- og eða egggjafi var.

Við að lesa bók Dani Shaphiro „Inheritance“ kom það rækilega upp hversu afstætt þetta er með að tengja við fjölskyldu sína. Staðreyndin er, að ekki allir upplifa það í raun þegar þau eldast.

Svo er mannkyn að upplifa þá staðreynd að kjarnafjölskylda býr ekki öll alltaf lengur á sömu þúfu, börn flytja til annars lands, eða foreldri flytur, og börnin fara til baka til lands sem þau voru kannski ekki búin með fyrir þetta líf, eða til annars lands?

Höfundur er búsettur í Suður-Ástralíu.